Sósíalistar á fundi fólksins: Stéttaskipting á Ísland

Tilkynning Frétt

Sósíalistaflokkur Íslands býður Guðmundi Ævari Oddssyni, félagsfræðingi og lektor við Háskólann á Akureyri, í pontu á Fundi fólksins. Guðmundur Ævar mun í fyrirlestri sínum fjalla um stéttaskiptingu. Fyrirlesturinn fer fram í salnum Nanna í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardagsmorgun kl. 10:30.

Í fyrirlestrunum verður gerð grein fyrir stéttarhugtakinu og stéttaskiptingu út frá kenningum Karl Marx, Max Weber og Pierre Bourdieu. Einnig verða hugmyndir Íslendinga um stéttamun og eigin stéttarstöðu ræddar. Viðfangefnið er afar mikilvægt enda stéttarstaða alla jafna afdrifaríkasti áhrifavaldurinn í lífi fólks og stéttaskipting að sama skapi mikilvægt hreyfiafl í samfélaginu. Enn fremur er stéttavitund frumforsenda þess að fólk átti sig á stöðu sinni í stéttskiptu þjóðfélagi og berjist fyrir bættum hag, ekki síst þeir sem bera skarðan hlut frá borði.

Að loknu erindi Guðmundar Ævars verður boðið upp á umræður. Dagskrá verður lokið fyrir klukkan 11:30. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn! Fundarstjóri er Laufey Ólafsdóttir, meðlimur í bráðabirgðastjórn Sósíalistaflokks Íslands.

Guðmundur Ævar Oddsson er lektor við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Hann rannsakar frávikahegðun, félagslegt taumhald og stéttaskiptingu, einkum hugmyndir fólks um eigin stéttastöðu og stéttamun. Hann hefur kennt áfanga á háskólastigi um stéttaskiptingu, félagslegan ójöfnuð, frávikahegðun og afbrotafræði, svo eitthvað sé nefnt.

Sjá viðburð á Facebook

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram