Sanna vill ekki sumarfrí

Ritstjórn Frétt

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista, lagði fram bókun þegar lagt var til borgarstjórn tæki sér sumarfrí eftir fundinn í dag og kæmi ekki saman fyrr en í byrjun september.

Í bókuninni segir: „Kjörnir borgarfulltrúar voru kosnir í vor til að taka á ýmsum mikilvægum málefnum er varða hag borgarbúanna og rætt var um í kosningabaráttunni. Þar vegur húsnæðiskreppan stórt, margir búa við óöryggi á leigumarkaði eða skortir búsetuúrræði og grefur slíkt úr lífskjörum almennings. Við vorum hingað kosin inn til að taka á málunum og vinna fyrir fólkið sem kaus okkur og því er óásættanlegt að sumarleyfi hefjist strax eftir fyrsta fund borgarstjórnar, áður en að okkur gefst færi á að ræða þau málefni sem kjósendur beindu að okkur í kosningabaráttunni.

Mikilvægt er að marka stefnu í þeim málum sem þola enga bið og því óverjandi að fundir borgarstjórnar séu felldir niður það sem eftir lifir af júlí og ágúst. Ef þessi tillaga er samþykkt er borgarstjórn að taka sér sumarleyfi frá því á morgun, 20. júní og fram að byrjun september. Sem er óásættanlegt, sérstaklega að taka sér launað frí eftir einn fund, það þykir mér ekki ásættanlegt. Hvar tíðkast það að fá langt launað frí eftir eina vakt?“

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram