Breyting á skipulagi: Málefnanefndir

Ritstjórn Frétt

Á sósíalistaþinginu sem haldið verðir 19. maí verður lögð til viðbót við skipulag flokksins sem snýr að málefnastefnu. Lagt er til að milli þess sem slembivaldir málefnahópar mótar málefnastefnu starfi málefnanefndir við að kynna stefnuna, efna til umræðu um málefnahópinn, viða að flokknum þekkingu og reynslu og undirbúa endurskoðun stefnunnar í framhaldinu.

Lagt er til að ný málsgrein komi inn í skipulag flokksins (miðju málsgreinin, skáletruð hér) í kaflanum um málefnahópa og málefnastjórn:

Málefnahópar, málefnanefndir og Málefnastjórn

Til að styðja við stefnumótun flokksins starfar Málefnastjórn, en hún annast framkvæmd stefnumótunarvinnu á milli Sósíalistaþinga og í umboði þess. Málefnastjórn skipar slembivalda hópa félagsmanna („Málefnahópa“) sem vinna stefnudrög í einstökum málaflokkum. Málefnastjórn skal styðja við vinnu Málefnahópa með ráðum og dáð og leitast við að tryggja góð vinnubrögð og vandaða útkomu úr starfi þeirra.

Þegar málefnastefna hefur verið samþykkt skal mynda sjö manna málefnanefndir um hvert málefni fyrir sig. Nefndirnir samanstanda af þremur fulltrúum úr slembivöldum málefnahópum og fjórum fulltrúum sem valdir eru á Sósíalistaþingi eða félagsfundum. Hlutverk málefnanefndanna er halda uppi umræðu um viðkomandi málefni innan floksins, standa fyrir fundum um málefnið, kynna málefnastefnuna út á við og undirbúa endurskoðun hennar af nýjum slembivöldum málefnahóp með því að viða að flokknum reynslu og þekkingu sem snertir viðkomandi málefni. Málefnanefndir skulu velja sér formann, ritara og talsmann, ef þurfa þykir.

Kosning Málefnastjórnar fer fram á Sósíalistaþingi. Skal hún skipuð 9 aðalmönnum og 4 til vara. Stjórn skiptir sjálf með sér verkum, og skal skipa formann, varaformann og ritara. Formaður boðar til funda. Framkvæmdastjórn skal vera Málefnastjórn til aðstoðar eftir því sem þörf krefur en hlutast ekki til um starf hennar umfram það sem samþykkt er á Sósíalistaþingi.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram