Sósíalistaflokkur Íslands undirbýr framboð til Alþingis
Frétt
18.01.2020
Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands samþykkir að fela kjörstjórn flokksins að skipa kosningastjórn hið fyrsta til að undirbúa framboð flokksins til næstu Alþingiskosninga.
Framboð Sósíalistaflokksins er nauðsynlegt til að koma hagsmuna- og réttlætisbaráttu verkalýðsins og annarra fátækra og kúgaðra hópa á dagskrá landsmálanna. Framboð Sósíalistaflokksins skal verða borið fram af hinum kúguðu, stefna flokksins skal vera kröfugerð hinna kúguðu og kosningabarátta flokksins skal miða að því að virkja hin kúguðu til þátttöku, upprisu og aðgerða.
Stjórnmálin hafa brugðist almenningi og alþýðunni. Alþýðan sjálf þarf að rísa upp og taka völdin af hinum fáu. Við erum fjöldinn og okkar er valdið. Við munum byggja upp samfélag út frá okkar hagsmunum, okkar væntingum og okkar siðferði. Við sættum okkur ekki við að búa innan samfélags sem byggt var upp til að vernda völd og auð fárra.
Kjósið Sósíalistaflokkinn – xJ