Ósk: Við berum öll ábyrgð á börnunum

Hin Reykjavík

20. Ósk Dagsdóttir
Hin Reykjavík
„Ég er alin upp í Reykjavík og finnst Reykjavík mjög falleg og skemmtileg borg. Eitt af því sem ég kann best að meta við borgina er fjölskrúðugt mannlíf. Í götunni minni býr fólk frá öllum heimshlutum, á öllum aldri og með ólík einkenni. En þó við séum ólík þurfum við öll það sama. Líkamlegt og andlegt öryggi, húsaskjól, næringu og umhyggju. Við þurfum aðstæður sem styðja heilsu okkar og gera okkur kleift að lifa mannsæmandi lífi og þroskast. Það skiptir mig verulegu máli að vel sé hlúð að þeim ólíku hópum og einstaklingum sem búa í þessari borg. Þá skiptir mig sérstöku máli að hugsað sé vel um þá sem ekki eru í sömu aðstöðu og aðrir til þess að berjast fyrir réttindum sínum.
 
Einn hópur í samfélaginu þarf sérstaka umönnun og reiðir sig alfarið á okkur hin en það eru börnin. Börn hafa ekki kjörgengi og atkvæðisrétt og við berum ábyrgð á að skapa umhverfi sem styður þroska, öryggi og velferð barna. Sem móðir og kennari er það mér hjartansmál að réttindi barna séu virt. Yngstu börnin þurfa umönnun við hæfi, fyrst með foreldrum sínum og síðar jafnöldrum og öll börn þurfa að búa við öryggi, fá menntun við hæfi og tækifæri til þess að rækta hæfileika sína.
 
Það vantar mikið upp á að rætt séu um málefni barna út frá þeim, þau höfð með í ráðum og sett í fyrsta sæti. Börn eiga ekki að þurfa að líða skort eða búa við óviðunandi aðstæður. Við berum öll ábyrgð á börnunum í landinu og það er í okkar valdi að gera breytingar sem stuðla að því að öll börn blómstri og haldi áfram að byggja upp samfélag þar sem það er rými fyrir alla, allir eiga samastað og allir geta tjáð sig.“
 
Ósk Dagsdóttir er í framboði fyrir sósíalista í Reykjavík #valdiðtilfólksins

Kjósið Sósíalistaflokkinn

Stefna

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram