Bráðabirgðastjórn Sósíalistaflokks var kosin á stofnfundi 1. maí 2017 og starfar samkvæmt verkumboði sem þar var samþykkt. Stjórn fundar nú vikulega og eru fundir hennar opnir félagsmönnum.

Fundartími er á mánudögum klukkan 20:00 og eru fundir haldnir í húsnæði Bókasafns Dagsbrúnar, Þórunnartúni 2, á fjórðu hæð.

Félagsmenn sem óska eftir að mæta á fundi skulu senda tölvuskeyti á netfangið sosialistaflokkurinn@sosialistaflokkurinn.is með fyrirvara og gera stuttlega grein fyrir erindi sínu.

Fundargerðir bráðabirgðastjórnar eru gerðar aðgengilegar eins fljótt og auðið er. Þær má sækja hér:

Mánudagurinn 12. júní 2017

Mánudagurinn 19. júní

Mánudagurinn 26. júní 2017

Mánudagurinn 3. júlí

Mánudagurinn 10. júlí