Stefna í húsnæðis- og heilbrigðismálum, lýðræðisvakningu og málefnum sameiginlegra sjóða

Tilkynning Frétt

Á Sósíalistaþingi var lögð fram stefna í fjórum málaflokkum sem mótuð hafði verið af slembivöldum hópum félagsmanna; húsnæðismálum, heilbrigðismálum, lýðræðismálum og málefnum opinberra sjóða. Félagar í hópunum ræddu málin, hlýddu á sérfræðinga og fólk sem deildi reynslu sinni af viðkomandi kerfum og töluðu sig niður á stefnumarkmið. Niðurstaðan var borin undir Sósíalistaþingið, sem samþykkti stefnuna:

Húsnæðismál: Stefna Sósíalistaflokks Íslands er …

  • að húsnæðisöryggi sé tryggt á öllu landinu. Öruggt húsnæði er ein grunnforsenda velferðar.
  • að tekin verði upp langtíma húsnæðisstefna og nýtt húsnæðiskerfi sem tekur mið af ólíkum þörfum mismunandi þjóðfélagshópa. Hafist verði handa við mótun þeirra strax.
  • að sett verði á laggirnar nútíma verkamannabústaðakerfi, samvinnufélög um húsnæðisbyggingar og rekstur þeirra sem og opinber leigufélög sem ekki eru hagnaðardrifin.
  • að réttindi leigjenda séu tryggð og stuðlað að traustum leigumarkaði með langtímaleigusamningum og reglum um þak á leiguverði.
  • að námsmönnum í háskóla-eða fagnámi verði tryggt húsnæði á nemendagörðum.
  • að skylda öll sveitarfélög til að tryggja lágmarksfjölda félagslegra íbúða miðað við íbúafjölda auk þess að mæta bráðavanda.
  • að byggingareglugerðum verði breytt í samræmi við ný og fjölbreytt búsetuform (samvinnubústaði, smáhýsi og nýjar útfærslur á búsetuformum).

Heilbrigðismál: Stefna Sósíalistaflokks Íslands er …

  • að á Íslandi verði gjaldfrjáls heilbrigðisþjónusta rekin af skattfé borgaranna.
  • að unnið verði gegn allri markaðsvæðingu í heilbrigðisþjónustu og jafnvægi komið á þjónustuna miðað við þarfagreiningu.
  • að unnið verði markvisst að eflingu heilsugæslunnar.
  • að sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði samþykktur.
  • að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) verði notuð á markvissan hátt við þjónustu við fatlaða.
  • að skýrsla Sameinuðu þjóðanna um geðheilbrigði (júní 2017) verði virt.
  • að unnið verði samkvæmt langtímamarkmiðum í heilbrigðisþjónustu og fjármagn til heilbrigðismála og reksturs Landspítala Háskólasjúkrahúss verði í samræmi við kröfur um nútímavædda heilbrigðisþjónustu.
  • að lyfjakostnaður verði að fullu niðurgreiddur og lyfjaverslun almennings sett á fót, með sterku gæðaeftirliti og bestu lyfjum sem völ er á.
  • að forvarnir og lýðheilsa verði efld og stuðlað að því að ríkið veiti þá þjónustu.
  • að komið verði á fót embætti umboðsmanns sjúklinga.
  • að geðsvið Landsspítala Háskólasjúkrahúss, sem og Barna- og unglingageðdeild verði efld og geti sinnt eðlilegri neyðarþjónustu.
  • að endurhæfing sé ávallt í boði fyrir langveika, sem vilja bæta heilsu sína og lífsskilyrði.
  • að öldruðum sé tryggð þjónusta við hæfi hvort heldur með heimahjúkrun, plássi á hjúkrunarheimili eða sjúkrastofnun.
  • að heilsugæsla og sjúkrahúsþjónusta á landsbyggðinni verði efld og þau sjúkrarými, tæki og búnaður sem þar er til staðar verði nýttur sem kostur er og að fjarlækningar verði efldar.
  • að starfsumhverfi heilbrigðisstarfsmanna verði bætt og teymisvinna efld.
  • að grundvöllur velferðar og heilbrigðis sé einnig tryggður með öðrum nauðsynlegum umhverfisþáttum svo sem réttlátu og góðu húsnæðiskerfi, menntakerfi, atvinnulífi og launastefnu sem og almannatryggingakerfi.

Lýðræðismál: Stefna Sósíalistaflokks Íslands er …

  • að jöfnuður sé hornsteinn lýðræðis.
  • að réttlátt kosningakerfi verði tryggt með jöfnu vægi atkvæða óháð búsetu.
  • að niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslna séu ávallt virtar.
  • að ný stjórnarskrá taki gildi hið fyrsta.
  • að lýðræðismál séu hluti af grunnmenntun.
  • að aðgengi almennings að áreiðanlegum og réttum upplýsingum verði tryggt.
  • að lýðræðisvæða verkalýðsfélög og lífeyrissjóði.
  • að rekstrargrundvöllur öflugra félaga í þágu almannahagsmuna, svo sem samtökum neytenda af hvaða tagi sem er, verði tryggður.
  • að náttúruauðlindir verði ávallt í eigu þjóðarinnar.
  • að lýðræðisvæða vinnustaði og stjórn fyrirtækja.

Sameiginlegir sjóðir: Stefna Sósíalistaflokks Íslands er …

  • að sameina hin sundurleitu kerfi bóta og lífeyris í eitt almennt tryggingakerfi svo tryggja megi öllum mannsæmandi líf.
  • að einfalda tryggingakerfið.
  • að námsstyrkir komi í stað lána.
  • að skattrannsóknir og opinbert eftirlit á fjármálakerfinu verði eflt og beint í auknum mæli að fjársterkum aðilum og stórfyrirtækjum.
  • að skattkerfið verði nýtt sem jöfnunartæki.
  • að stutt verði betur við barnafjölskyldur með hærri barnabótum.
  • að gjöld fyrir opinbera grunnþjónustu verði afnumin. Arðurinn af auðlindum verði þjóðnýttur.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram