Stjórnir

Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn heldur utan um lög, skipulag og uppbyggingu flokksins og sér um öll málefni flokksins sem ekki er tekið fram í lögum, skipulagi eða samþykktum Sósíalistaþing að sé hlutverk annarra stjórna eða hópa innan flokksins. Framkvæmdastjórn heldur utan um slembival Kjörnefndar og Samvisku og styður við starf þessara hópa. Framkvæmdastjórn hefur eftirlit með uppbyggingu starfs innan flokksins og grípur inn í ef stjórnir verða óstarfhæfar og hefur eftirlit með að starf þeirra séu samkvæmt lögum flokksins, skipulagi og samþykktum Sósíalistaþings.

Framkvæmdastjórn heldur utan um starf samstarfshópa á borð við Umsjónarnefnd Sósíalistaþings, þar sem formenn og ritarar allra stjórna eiga sæti; Laga- og gagnanefnd þar sem ritarar allra stjórna sitja; og Fjárhagsráðs sem allir gjaldkerar skipa auk fólks sem sér um fjáraflanir.

Framkvæmdastjórn skipa: Guðmundur Auðunsson, Gunnar Smári Egilsson, Jökull Sólberg Auðunsson,  Karl Héðinn Kristjánsson, Kristbjörg Eva Andersen Ramos, Laufey Líndal Ólafsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sara Stef. Hildardóttir og Védís Guðjónsdóttir. Og til vara: Kári Jónsson, Katrín Baldursdóttir, Margrét Pétursdóttir og Sæþór Benjamin Randalsson.

 

Félagastjórn

Félagastjórn starfrækir „Sellur“ sem félagsmenn á tilteknu búsetusvæði tilheyra sjálfkrafa. Félagastjórn virkjar, styður og mótar starf Sellanna eftir þörfum. Sellurnar efla tengsl flokksins við félagsmenn og nærsamfélög þeirra og skulu leitast við að halda reglulega fundi og bjóða þar nýja félagsmenn sérstaklega velkomna. Sellur skulu einnig leita leiða til að afla nýrra félagsmanna.

Félagastjórn skipa: Ari Sigurjónsson, Arngrímur Jónsson, Benedikt Ægisson, Brynja Siguróladóttir, Fjóla Heiðdal, Hildur Embla Ragnheiðardóttir, Jón Örn Pálsson, Kristinn Hannesson, Ólafur Ragnarsson, Rúnar Freyr Júlíusson, Sigurður Erlends Guðbjargarson, Úlfur Atlason og Þorbergur Torfason.

 

Málefnastjórn

Til að styðja við stefnumótun flokksins starfar Málefnastjórn, en hún annast framkvæmd stefnumótunarvinnu á milli Sósíalistaþinga og í umboði þess. Málefnastjórn skipar slembivalda hópa félagsmanna („Málefnahópa“) sem vinna stefnudrög í einstökum málaflokkum. Málefnastjórn skal styðja við vinnu Málefnahópa með ráðum og dáð og leitast við að tryggja góð vinnubrögð og vandaða útkomu úr starfi þeirra.

Málefnastjórn skipa: Anna Jonna Ármannsdóttir, Atli Antonsson, Friðrik Sigurbjörn Friðriksson, Guðröður Atli Jónsson, Halldóra Jóhanna Hafsteinsdóttir Áú, María Pétursdóttir, Marsí Thóroddsen, Sylvian Lecoultre og Þórdís Bjarnleifsdóttir. Og til vara: Fjóla Heiðdal, Ian Mc Donald, Sigurður Haraldsson og Thelma Gylfadóttir.

 

Undirbúningshópur að mótun Baráttustjórnar

Baráttustjórn styður hagsmunasamtök almennings og hvetur til stofnunar nýrra með það að markmiði að skipuleggja baráttuleiðir alþýðunnar. Baráttustjórn flytur á milli félaga og hópa það sem best reynist í baráttunni, stendur fyrir opnum fundum og umræðu um mikilvægi skipulagðrar baráttu almennings og einkum hinna fátæku og jaðarsettu.

Undirbúningshóp að mótun Baráttustjórnar skipa: Ari Sigurjónsson, Arngrímur Jónsson, Benedikt Ægisson, Brynja Siguróladóttir, Fjóla Heiðdal, Hildur Embla Ragnheiðardóttir, Jón Örn Pálsson, Kristinn Hannesson, Ólafur Ragnarsson, Rúnar Freyr Júlíusson, Sigurður Erlends Guðbjargarson, Úlfur Atlason og Þorbergur Torfason.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram