Sniðgöngum Haga á degi óréttlætis
Frétt
01.03.2019
Finnur Árnason, forstjóri Haga var með 70,5 m.kr. í laun í fyrra, 5.875.000,- kr. á mánuði. Hann borgar fólkinu sem vinnur á kassanum í búðum Haga 270.408 kr. á mánuði. Launamunurinn innan Haga er því 2073%. Það er algjörlega óásættanlegt.
1. mars er útborgunardagur í Högum. Það er dagur óréttlætis. Dagur ójafnaðar og dagur vonleysis fyrir fólkið með lægstu launin.
Styðjum fólkið á lægstu laununum í Högum og höfnum 2073% launaójöfnuði. Sendum stjórn og eigendum haga skilaboð og sleppum því að versla við búðir Haga 1. mars, á útborgunardaginn. Búðir Haga eru Bónus, Hagkaup, Olís, Zara og Útilíf.
Sniðgöngum Haga á útborgunardaginn, degi óréttlætis. #sniðgöngumHaga