Sósíalistaþing 2019

Ritstjórn Frétt

Sósíalistaþing 2019 verður haldið í Bíó Paradís við Hverfisgötu laugardaginn 6. apríl. Þingið stendur frá því kl. 9:00 um morguninn og fram til kl. 16:00 í eftirmiðdaginn með eðlilegum hléum. Dagskráin verður í öllum sölum hússins auk þess sem sósíalistakaffi verður í anddyrinu og kynningar á skörinni.

Dagskráin verður kynnt nánar síðar en Sósíalistaþing er jafnframt aðalfundur Sósíalistaflokksins og á honum verður lögð fram skýrsla um starf flokksins frá síðasta þingi, lagðar fram lagabreytingar og breytingar á skipulagi flokksins, félagsgjöld ákveðin, kosið í stjórnir flokksins, málefnastefna slembivalinna málefnahópa kynnt og lögð fram til samþykkar og önnur venjubundin aðalfundarstörf.

Auk aðalfunda verða málstofur á þinginu um ýmis mál, efnt til umræðna um verkefni flokksins, stjórnmálaástandið og margt fleira.

Takið daginn frá og fylgist með dagskrákynningum næstu daga og vikur. Seturétt á þinginu hafa allir félagar í Sósíalistaflokknum.

Viðburðurinn á Facebook: Sósíalistaþing 2019

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram