Mælirinn er fullur: Sigríði Andersen burt!
Frétt
12.03.2019
Við krefjumst afsagnar Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra í kjölfar dóms Mannréttindadómstóls Evrópu sem úrskurðar að skipan Sigríðar á dómum í Landsrétt hafi verið ólögleg. Dómsmálaráðherra sem grefur undan dómskerfinu verður að víkja.
Mætið á Austurvöll klukkan 16:30 fyrir utan Alþingishúsið með banana, tákn þess að það kallast bananalýðveldi þar sem hagsmunir yfirstéttarinnar eru alltaf teknir fram yfir hagsmuni almennings og mannréttindi. Ekki henda banananum á eftir, borðið hann.
Sjá viðburðinn á Facebook: Mælirinn er fullur: Sigríði Andersen burt!
Eftir að mótmælastöðunni lýkur hefst annar fundur á Austurvelli þar sem ofbeldi lögreglunnar gagnvart flóttafólki er mótmælt og tekið undir hófstilltar kröfur flóttafólksins um áheyrn stjórnvalda, að fá að vinna á meðan mál þeirra eru til afgreiðslu og um mannsæmandi lífsskilyrði.
Kröfur flóttafólksins eru:
1. Ekki fleiri brottvísanir
2. Efnismeðferð fyrir alla. Niður með Dyflinnarreglugerðina
3. Réttur til að vinna
4. Jafn aðgangur að heilbrigðisþjónustu
5. Lokun einangruðu flóttamannabúðanna á Ásbrú