Sósíalistakaffi 20. mars: Stéttaskipting í skólakerfinu
Frétt
14.03.2019
Sósíalistakaffi 20. mars: Vaxandi stéttaskipting í skólakerfinu. Hvernig er hægt að bregðast við? Eru borgaryfirvöld blind gagnvart stéttamun? Hver er ábyrgð sveitarfélaga gagnvart börnum sem alast upp á fátækum heimilum? Miðar skólakerfið við að öll börn njóti sömu aðstöðu og stuðnings frá fjölskyldum sínum?
Auður Magndís Auðardóttir kynnir rannsóknir sínar á stéttaskiptingu í skólum í Reykjavík og Kolbeinn H. Stefánsson sínar rannsóknir á stöðu fátækra barna. Sanna Magdalena Mörtudóttir og Daníel Örn Arnarsson borgarfulltrúar sósíalista kallar eftir tillögum, aðgerðum og öðru sem getur fengið borgaryfirvöld til að bregðast við vaxandi stéttamun í skólakerfinu. Hann bitnar ekki aðeins á börnum af efnaminni heimilum heldur sviptir líka börn hinna efnameiri aðgengi að samfélaginu eins og það er, lokar þau inn í eigin stétt, þrengir sjónarhorn þeirra og sviptir þau samkennd.
Allir sósíalistar og áhugafólk um réttlæti og jöfnuð er hvatt til að mæta og taka þátt í samtali um börnin okkar, skólana, stéttir og ábyrgð borgaryfirvalda.
Sjá viðburðinn á Facebook: Sósíalistakaffi 20. mars: Stéttaskipting í skólakerfinu
Samtalið hefst klukkan 20 í Dósaverksmiðjunni, Borgartúni 1., húsið opnar kl. 19:30. Kaffi, te, kökur, pólitík og góður félagsskapur.