Yfirlýsing frá borgarstjórnarflokki Sósíalistaflokks Íslands
Tilkynning
29.01.2022
Borgarstjórnarflokki Sósíalista barst í morgun frásögn konu sem segir Daníel Örn Arnarsson, varaborgarafulltrúa flokksins, hafa beitt sig alvarlegu kynferðislegu ofbeldi. Í ljósi frásagnar konunnar fór borgarstjórnarflokkur Sósíalista fram á það við Daníel að hann segði af sér sem varaborgarfulltrúi. Daníel féllst á það og hefur sent frá tilkynningu um afsögn sína. Anna Wojtynska, sem gengt hefur starfi varaborgarfulltrúa í veikindaleyfi Daníels, er þar með orðin fyrsti varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.
Fyrir hönd borgarstjórnarflokksins,
Sanna Magdalena Mörtudóttir