1. maí – Verkalýðskaffi Sósíalista
Tilkynning
29.04.2022
Að lokinni kröfugöngu verkafólks þann 1. maí ætla Sósíalistar að bjóða félögum og öllum þeim sem hafa áhuga í súpu, brauð og pönnukökur í Bolholti 6. Og auðvitað kaffi líka! Húsið opnar kl. 14:00
Upplagt að kíkja í Bolholt að lokinni kröfugöngu. Frambjóðendur verða á staðnum til þess að ræða við alla áhugasama um borgarmálin og komandi kosningar. Húsið lokar síðan klukkan 16:00. Hlökkum til að sjá ykkur. Vinsamlegast staðfestið móttöku hér: Viðburður á Facebook
– Sósíalistar