Framboð Sósíalista í borginni – Ævar Þór Magnússon
Frétt
14.05.2022
Ég heiti Ævar Þór, 35 ára innfluttur Reykvíkingur, en ég ólst að mestu leiti upp á Akranesi. Ég er fósturbarn og var settur í fóstur 4 ára gamall. Ég á tvær kisur og yndislega kærustu.
Ég lauk stúdentsprófi 2021 eftir langa og erfiða skólagöngu. Í dag er èg Deildarstjóri ì húsasmiðjunni grafarholti og er búinn að vera starfandi þar í 4 ár.
Frá því èg man eftir mér hefur pólitík verið í mínu lífi og umræðan um sósíalískar breytingar hefur alltaf verið leiðandi í því samhengi.
Það sem ég tel algjörlega verða að gerast í borg og bæjum landsins er uppbygging félagslegra innviða, stór efla þarf félagslegar húsnæðislausnir og tel èg flokkinn eiga að setja sinn aðal kraft í að koma þeim breytingum í gegn.
Ì því samhengi þarf líka regluverk í kringum leigumarkaðinn. Og það er einfaldlega útaf minni upplifun af leigumarkaðnum.
Ævar Þór Magnússon býður sig fram fyrir Sósíalista í Reykjavík þann 14. maí.