Sósíalistaflokkurinn tekur þátt í nýju samstarfi um stjórn borgarinnar

Ritstjórn Tilkynning

Samstarf Sósíalistaflokks Íslands, Samfylkingar, Pírata, Vinstri grænna og Flokks fólksins tók gildi á fundi borgarstjórnar þann 21. febrúar þegar nýr meirihluti var myndaður. Af því tilefni mun borgarstjórnarflokkur Sósíalista kynna nýjan samstarfssáttmála þar sem húsnæðisuppbygging og örugg heimili fólks eru lykilmál nýs samstarfs í borginni. Samstarfssáttmálann má lesa í heild sinni hér: https://reykjavik.is/sites/default/files/2025-02/samstarfsyfirlysing.pdf

Kynning á samstarfssáttmálanum og verkaskiptingu fer fram sunnudaginn 22. febrúar 2025 klukkan 17:00 í Vorstjörnu – Alþýðuhúsi, Bolholti 6, 105 Reykjavík. Aðgengi er að húsinu norðanmegin á jarðhæð. Fyrir þau sem komast ekki á staðinn er hægt að taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað: https://zoom.us/j/5751158534 (lykilorð ef beðið er um: 010517).

 

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram