Súpu- og umræðufundur um skipulag Sósíalistaflokksins
Tilkynning
22.03.2025

Boðið verður upp á súpu og brauð.
Tilefni fundarins er umræða á opinberum vettvangi þar sem skipulag flokksins hefur verið gagnrýnt og þar sem mörgu hefur verið haldið fram sem á ekki við rök að styðjast
Meðal þess sem rætt verður og kynnt er Slembivaldir hópar, Valddreifing milli ólíkra stjórna, Samviska flokksins sem fjalla á um persónuleg mál og ásakanir, Umboð kjörinna fulltrúa og kosinna stjórnarmanna og fleiri þætti sem einkenna skipulag Sósíalistaflokksins.
Allir félagar eru hvattir til að mæta.
Þau sem eiga ekki heimangengt geta fylgst með fundinum á zoom: https://zoom.us/j/5751158534 (lykilorð ef beðið er um: 010517)