Viðhorf flokksfélaga til skipulags og starfs Sósíalistaflokksins
Frétt
10.04.2025

Vegna umræðu um skipulag og starfsemi Sósíalistaflokksins hefur Framkvæmdastjórn flokksins í tvígang sent viðhorfskönnun til félaga í flokknum um alla þá helstu þætti sem gagnrýnendur á skipulag og starf flokksins hafa haft uppi. Þátttaka í þessum könnunum hefur verið viðunandi, um 13-15%. Ekkert bendir til að viðhorf þeirra félaga sem svara séu önnur en flokksfélaga almennt. Ef eitthvað er, má gera ráð fyrir að gagnrýnendur séu fjölmennari meðal svarenda en flokksfélaga almennt.
Í fyrri viðhorfskönnuninni var spurt um fimm atriði:
Fyrst var spurt hversu ánægðir flokksfélagar væru með starf flokksins og virkni hans í umræðunni.
Svörin skiptust svo:
Mjög sáttir: 33%
Frekar sáttir: 46%
Hvorki né: 14%
Frekar ósáttir: 5%
Mjög ósáttir: 1%
Ef aðeins eru tekin svör þeirra sem tóku afstöðu skiptist afstaða félaga svo:
Sáttir: 93%
Ósáttir: 7%
Næst var spurt hversu ánægðir flokksfélagar væru með með starf borgarfulltrúa flokksins í Reykjavík.
Svörin skiptust svo:
Mjög sáttir: 72%
Frekar sáttir: 22%
Hvorki né: 5%
Frekar ósáttir: 1%
Mjög ósáttir: 1%
Ef aðeins eru tekin svör þeirra sem tóku afstöðu skiptist afstaða félaga svo:
Sáttir: 98%
Ósáttir: 2%
Þá var spurt hversu ánægðir flokksfélagar væru með frammistöðu flokksins í kosningabaráttunni fyrir kosningarnar í nóvember.
Svörin skiptust svo:
Mjög sáttir: 22%
Frekar sáttir: 40%
Hvorki né: 16%
Frekar ósáttir: 14%
Mjög ósáttir: 9%
Ef aðeins eru tekin svör þeirra sem tóku afstöðu skiptist afstaða félaga svo:
Sáttir: 73%
Ósáttir: 27%
Síðan var spurt hversu ánægðir flokksfélagar væru með stuðning flokksins við Samstöðina.
Svörin skiptust svo:
Mjög sáttir: 58%
Frekar sáttir: 21%
Hvorki né: 12%
Frekar ósáttir: 5%
Mjög ósáttir: 4%
Ef aðeins eru tekin svör þeirra sem tóku afstöðu skiptist afstaða félaga svo:
Sáttir: 90%
Ósáttir: 10%
Og loks var spurt hversu ánægðir flokksfélagar væru með stuðning flokksins við ýmis hagsmunasamtök í gegnum Vorstjörnuna.
Svörin skiptust svo:
Mjög sáttir: 63%
Frekar sáttir: 22%
Hvorki né: 11%
Frekar ósáttir: 3%
Mjög ósáttir: 2%
Ef aðeins eru tekin svör þeirra sem tóku afstöðu skiptist afstaða félaga svo:
Sáttir: 95%
Ósáttir: 5%
Í seinni viðhorfskönnuninni var spurt um sex atriði:
Fyrst var spurt hversu sáttir flokksfélagar væru með að slembivöldum félögum sé falið að móta stefnu í einstökum málum, sem síðan eru bornar upp fyrir félagsfund.
Svörin skiptust svo:
Mjög sáttir: 43%
Frekar sáttir: 26%
Hvorki né: 13%
Frekar ósáttir: 10%
Mjög ósáttir: 7%
Ef aðeins eru tekin svör þeirra sem tóku afstöðu skiptist afstaða félaga svo:
Sáttir: 80%
Ósáttir: 20%
Næst var spurt hversu sáttir flokksfélagar væru með að Sósíalistaþing kysi fólk í sjálfstæðar stjórnir sem hver hefur skýrt afmarkað valdsvið (svo sem: Kosningastjórn, Málefnastjórn og Framkvæmdastjórn).
Svörin skiptust svo:
Mjög sáttir: 44%
Frekar sáttir: 33%
Hvorki né: 11%
Frekar ósáttir: 7%
Mjög ósáttir: 6%
Ef aðeins eru tekin svör þeirra sem tóku afstöðu skiptist afstaða félaga svo:
Sáttir: 86%
Ósáttir: 14%
Þá var spurt hvernig flokksfélagar vildu að valið yrði á framboðslista flokksins og gefnir upp þrír möguleikar, auk þess sem hægt var að leggja annað til.
Svörin skiptust svo:
Slembivalin uppstillingarnefnd: 25%
Uppstillinganefnd á vegum Kosningastjórnar: 25%
Prófkjör: 40%
Annað: 10%
Svo var spurt hversu sáttir flokksfélagar væru með að Sósíalistaþing kysi fólk í stjórnir og fæli því að sinna tilteknum verkefnum milli aðalfunda, en bera undir félagsfund það sem flokka má sem veigamikla breytingu á starfi flokksins.
Svörin skiptust svo:
Mjög sáttir: 44%
Frekar sáttir: 35%
Hvorki né: 13%
Frekar ósáttir: 5%
Mjög ósáttir: 2%
Ef aðeins eru tekin svör þeirra sem tóku afstöðu skiptist afstaða félaga svo:
Sáttir: 92%
Ósáttir: 8%
Svo var spurt hversu sáttir flokksfélagar væru með að samkvæmt skipulagi flokksins bæri að vísa kvörtunum um ósæmilega hegðun og brot gegn félagsfólki til Samvisku, slembivalins hóps félaga.
Svörin skiptust svo:
Mjög sáttir: 43%
Frekar sáttir: 26%
Hvorki né: 14%
Frekar ósáttir: 7%
Mjög ósáttir: 10%
Ef aðeins eru tekin svör þeirra sem tóku afstöðu skiptist afstaða félaga svo:
Sáttir: 80%
Ósáttir: 20%
Loks var spurt um hvað flokksfélagar viltu að næsta Sósíalistaþing fjallaði helst um, og voru gefnir fjórir kostir sem nefndir hafa verið í umræðunni en félögum einnig boðið að nefna annað til. Möguleiki var að merkja við fleiri en einn kost.
Svörin skiptust svo:
Skipulag Sósíalistaflokksins: 34%
Endurvakning róttækra stjórnmála: 54%
Hagsmunabaráttu fólksins í landinu: 82%
Sveitarstjórnarkosningar 2026: 60%
Annað: 14%
Það eru ekki til dæmi um sambærilegar viðhorfaskannanir meðal félaga í öðrum stjórnmálahreyfingum, en sem kunnugt er þá eru þar uppi, eins og í Sósíalistaflokknum, ólík sjónarmið til ýmissa mála. Það er því ekkert hægt að segja um hvort sá hópur sem er ósáttur með ýmsa þætti í starfi Sósíalistaflokksins sé stór eða lítill í samanburði við sambærilega hópa í öðrum flokkum. Þessar kannanir benda hins vegar til að mikill meirihluti flokksfélaga sé sáttur við uppbyggingu flokksins og starf og vilji halda áfram að byggja upp flokkinn á þeim grunni sem lagður hefur verið.