Andsvar framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands

Sæþór Benjamín Frétt

Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands lýsir yfir furðu á ummælum borgarfulltrúans þar sem hún segir það: „ekkert launungarmál að ný stjórn Sósíalistaflokksins hefur ekki staðið heilshugar að baki borgarstjórnarflokknum“.

Framkvæmdarstjórn Sósíalistaflokksins vísar þessum ummælum algerlega á bug. Stjórn flokksins hefur þvert á móti, frá aðalfundi í vor, ítrekað reynt á samstarf og samtal við Sönnu. Eftir margra mánaða umleitanir fékkst hún loks á fund með framkvæmdarstjórn en neitaði að hitta framkvæmdarstjórn einsömul líkt og aðrir borgarfulltrúar flokksins höfðu þá þegar gert. Ekki var að merkja nokkurn samstarfsvilja af hálfu Sönnu Magdalenu á þeim fundi. 

Þetta eru ekki einu ósannindi sem Sanna hefur farið með um framkvæmdarstjórn. Í viðtali á Samstöðinni 1. september sagði hún framkvæmdarstjórn vilja hafa óeðlileg afskipti af borgarfulltrúum og borgarstjórnarflokknum. Afskiptin hafa engin verið enda hefur Sanna hunsað flestar tilraunir stjórnar til samtals.

Frá aðalfundi flokksins í vor hefur Sanna ítrekað tekið afstöðu gegn flokknum. Hún tók þátt í yfirtöku á Vorstjörnunni, húsfélagi Sósíalistaflokksins, og þar með stórum hluta af ríkisstyrk flokksins. Sem stjórnarmaður í ólöglegri stjórn Vorstjörnunnar tók Sanna þátt í að kasta eigin flokki á götuna á ólöglegan hátt. Mikið af eignum flokksins er enn í húsnæðinu og fást ekki afhentar. Sanna hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við einstaklinga sem Sósíalistaflokkurinn hefur kært til lögreglu, meðal annars fyrir fjárdrátt. Slík framkoma stjórnmálamanns til eigin flokks er fordæmalaus í íslenskri stjórnmálasögu.

Greinilegt er að Sanna Magdalena Mörtudóttir stendur ekki heilshugar að baki Sósíalistaflokknum og viðurkennir ekki lýðræðislegar kosningar innan flokksins.

Sanna Magdalena Mörtudóttir hefur lengst af á sinni starfsævi unnið sem atvinnustjórnmálakona sem kjörinn fulltrúi Sósíalistaflokksins. Af ummælum hennar að dæma um mögulegt framboð með öðrum flokki virðist hún horfa frekar til eigin frama í stjórnmálum en hag síns eigin flokks og framgang félagshyggju á Íslandi.

Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hvetur Sönnu Magdalenu Mörtudóttur til að koma hreint og heiðarlega fram og segja sig úr Sósíalistaflokki Íslands. 

Óskar framkvæmdarstjórn Sönnu velfarnaðar í öllu því sem hún ákveður að taka sér fyrir hendur.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram