Tilkynning
—
Frétt
25.10.2025
Kæru félagar,
Mikill uppgangur hefur verið í flokksstarfinu undanfarna mánuði eins og sjá má af viðburðaríkum fréttabréfum flokksins og mikil nýliðun átt sér stað.
Því miður varð að aflýsa boðuðum fundi í dag áður en hann var formlega settur vegna truflana og frammíkalla fólks. Þetta fólk mætti á fundinn til að hleypa honum upp með óskum um að fara út fyrir valdsvið fundarins. Okkur þykir mjög leitt að félagar sem mættu í góðri trú hafi ekki fengið að taka þátt í fundi þar sem stjórnir ætluðu að upplýsa um störf sín.
Nýjar stjórnir hafa lagt ríka áherslu á fundarsköp og virðingu. Þegar það er vanvirt getur fundur því miður ekki átt sér stað með auglýstri dagskrá og samþykktum fundarsköpum.
Stjórnir horfa þó björtum augum fram á veginn og þá mörgu góðu og fróðlegu fundi og viðburði sem eru framundan þar sem við ræðum saman um sósíalisma og sýn flokksins okkar á það hvernig við breytum samfélaginu til hins betra.
Með baráttukveðju,
Stjórnir Sósíalistaflokks Íslands
