—
Frétt
03.01.2026
Sósíalistaflokkur Íslands fordæmir ólögmæta og fyrirlitlega árás Bandaríkjanna á Venesúela og mannrán forsetahjóna Venesúela.
Þessi ógeðfellda heimsvaldastefna er með öllu óréttlætanleg og fetar braut sem svipar helst til ólöglegrar innrásar Bandaríkjanna í Írak ásamt fjölda annarra dæma. Allt með þeim bersýnilega tilgangi að sölsa undir sig olíulindir fullvalda ríkis undir augljóslega fölsku yfirskyni ósannaðra og órökstuddra ásakana um fíkniefnasmygl.
Þessi árás ógnar heimsfriði og öryggi Íslands sem fullvalda smáríkis.
Sósíalistaflokkur Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands að fordæma umsvifalaust þessi brot gegn alþjóðalögum og beita öllum ráðum til að veita þessum glæpsamlegu gjörningum mótstöðu.
Stöndum með friði og gegn stríði.
