Sósíalistaþing
Frétt
19.01.2018
Sósíalistaþing verður haldið laugardaginn 20. janúar í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6. Dagskráin er margskipt; spannar venjuleg aðalfundarstörf, innri uppbyggingu flokksins, málefnavinnu, umræðu um endurreisn verkalýðshreyfingarinnar, mögulegt framboð til sveitastjórna og helstu verkefni flokksins næst mánuðina. Við hlökkum til að sjá þig og heyra þínar áherslur.
Á fundinum verður boðið upp á léttan morgunverð, hádegisverð, kaffi, te og tilheyrandi. Félagar eru hvattir til að vera alla daginn en þeim er að sjálfsögðu frjálst að koma hvenær sem er og taka þátt í hluta dagskrárinnar.
Vinsamlegast staðfestið komu á Facebook-viðburðinum, hér.
Sósíalistaþingið er aðal- og félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands. Ef þú vilt taka með gesti sem ekki eru í flokknum geta þeir gengið í flokkinn á þinginu.
DAGSKRÁ:
9:00 Aðalfundarstörf I. Aðalfundarstörf önnur en stjórnarkjör. Boðið upp á kaffi, te og rúnstykki.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Fjárhagur flokksins kynntur
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalds
10:15 Endurreisn verkalýðshreyfingarinnar. Ávarp frá Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, og umræður og skipulag.
11:30 Stefnukynning. Kynning á stefnuskjölum málefnahópa í húsnæðismálum, málefnum opinberra sjóða, heilbrigðismálum og lýðræðismálum. Umræðan fer fram í fjórum hópum, meðal annars yfir léttum hádegisverði. Tónlistaratriði í hléi.
13:30 Sellur. Kynning á sellustarfi og hlutverki félagastjórnar.
14:00 Sveitastjórnarframboð. Á Sósíalistaflokkurinn að bjóða fram í vor? Opnar umræður.
15:45 Samþykkt málefnastefnu. Atkvæðagreiðsla. Nýir málefnahópar kynntir.
16:00 Aðalfundarstörf II. Stjórnarkjör.
- Kosning stjórna
- Önnur mál
17:00 Tónlist og söngur