Nýkjörnar stjórnir; málefna- félaga- og framkvæmdastjórnir

Tilkynning Frétt

Á Sósíalistaþingi var kosið í þrjár stjórnir Sósíalistaflokksins; í málefna- félaga- og framkvæmdastjórnir, alls 39 manns.

Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn ábyrgist daglegan rekstur flokksins, hefur umsjón með heimasíðu og kynningarmálum, sér um fjármál flokksins, heldur utan um félagaskrá og skal safna saman fundargerðum og öðrum heimildum um ákvarðanir og starfsemi flokksins milli aðalfunda. Hana skipa: Ásgerður Jóhannsdóttir, Birna Eik Benediktsdóttir, Gísli Pálsson, Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, Gunnar Smári Egilsson, Hákon Sveinsson, Margrét Pétursdóttir, Sanna Magðalena Mörtudóttir og Viðar Þorsteinsson og til vara: Jón Bragi Pálsson, Katrín Baldursdóttir, Laufey Ólafsdóttir og Valdimar Andersen Arnþórsson.

Félagastjórn

Félagastjórn starfrækir „sellur“ sem félagsmenn á tilteknu búsetusvæði tilheyra sjálfkrafa. Félagastjórn virkjar, styður og mótar starf Sellanna eftir atvikum. Félagastjórn skipa: Amy Clifton, Arnþór Sigurðsson, Ásta Dís, Guðbjörg Pálsdóttir, Guðmundur Arngrímsson, Luciano Dutra, Oddný Margrét Stefánsdóttir, Sólveig Anna Jónsdóttir og Þórður Alli Aðalbjörnsson og til vara: Ásdís Helga Jóhannesdóttir, Anna Þórsdóttir, Benjamín Júlían og Guðbergur Egill Eyjólfsson.

Málefnastjórn

Til að styðja við stefnumótun flokksins starfar Málefnastjórn, en hún annast framkvæmd stefnumótunarvinnu á milli Sósíalistaþinga og í umboði þess. Málefnastjórn skipar slembivalda hópa félagsmanna sem vinna stefnudrög í einstökum málaflokkum. Málefnastjórn skipa: Anton Jóhannesson, Bogi Reynisson, Hallfríður Þórarinsdóttir, Haukur Arnþórsson, María Pétursdóttir, Sigríður Fossberg Thorlacius, Sigurður H. Einarsson, Símon Vestarr og Sylviane Lecoultre og til vara: Ása Lind Finnbogadóttir, Friðrik Boði Ólafsson, Guttormur Þorsteinsson og Þorvar Hafsteinsson.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram