Stjórnir

Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn heldur utan um lög, skipulag og uppbyggingu flokksins og sér um öll málefni flokksins sem ekki er tekið fram í lögum, skipulagi eða samþykktum Sósíalistaþing að sé hlutverk annarra stjórna eða hópa innan flokksins. Framkvæmdastjórn heldur utan um slembival Kjörnefndar og Samvisku og styður við starf þessara hópa. Framkvæmdastjórn hefur eftirlit með uppbyggingu starfs innan flokksins og grípur inn í ef stjórnir verða óstarfhæfar og hefur eftirlit með að starf þeirra séu samkvæmt lögum flokksins, skipulagi og samþykktum Sósíalistaþings.

Framkvæmdastjórn heldur utan um starf samstarfshópa á borð við Umsjónarnefnd Sósíalistaþings, þar sem formenn og ritarar allra stjórna eiga sæti; Laga- og gagnanefnd þar sem ritarar allra stjórna sitja; og Fjárhagsráðs sem allir gjaldkerar skipa auk fólks sem sér um fjáraflanir.

Framkvæmdastjórn skipa: Gunnar Smári Egilsson, Hallfríður Þórarinsdóttir, Kári Jónsson, Laufey Líndal Ólafsdóttir, Luciano Dutra, Margrét Pétursdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir, Sara Stef. Hildardóttir og Sæþór Benjamin Randalsson. Og til vara: Guðmundur Engilbertsson, Haraldur Ingi Haraldsson, Oddný Margrét Stefánsdóttir og Rósa Guðný Arnardóttir.

 

Kosningastjórn

Kosningastjórn heldur utan um framboð Sósíalistaflokksins til Alþingis og sveitastjórna og sér um val á framboðslista með aðferðum sem samþykktar hafa verið á aðalfundi eða félagsfundi, mótar kosningastefnu byggða á stefnum flokksins og rekur kosningabaráttu til þings og sveitarstjórna.

Kosningastjórn skal halda utan um stjórnmálaumræðu á vef flokksins, þjálfa upp talsfólk flokksins, efna til stjórnmálafunda og sinna umræðu um stefnu og áherslur Sósíalistaflokksins á breiðum vettvangi.

Kosningastjórn skipa: Bergljót Gunnlaugsdóttir, Björn Rúnar Guðmundsson, Sigrún Unnsteinsdóttir, Guðmundur Auðunsson, Halldóra Hafsteins, Guðröður Atli Jónsson, Karl Héðinn Kristjánsson, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Unnur Rán Reynisdóttir.

Til vara: Þórdís Bjarnleifsdóttir, Þórarinn Haraldsson, Guðmundur Jón Erlendsson og Arnlaugur Samúel Arnþórsson

Sérstök Uppstillingarnefnd fyrir Alþingiskosningar 2024 starfaði undir Kosningastjórn: Guðný Benediktsdóttir, Guðmundur Jón Erlendsson, Guðröður Atli Jónsson, Kári Jónsson, Kristján Héðinn Gíslason, Signý Sigurðardóttir, Sigrún Jónsdóttir, Sigurður Haraldsson og Þórarinn Haraldsson.

 

Málefnastjórn

Til að styðja við stefnumótun flokksins starfar Málefnastjórn, en hún annast framkvæmd stefnumótunarvinnu á milli Sósíalistaþinga og í umboði þess. Málefnastjórn skipar slembivalda hópa félagsmanna („Málefnahópa“) sem vinna stefnudrög í einstökum málaflokkum. Málefnastjórn skal styðja við vinnu Málefnahópa með ráðum og dáð og leitast við að tryggja góð vinnubrögð og vandaða útkomu úr starfi þeirra.

Málefnastjórn skipa: Anna Jonna Ármannsdóttir, Atli Antonsson, Berglind Sigurðardóttir, Friðrik Sigurbjörn Friðriksson, Guðný Benediktsdóttir, María Pétursdóttir, Sigurður Haraldsson, Stefán Örn Snæbjörnsson og Sylvian Lecoultre. Og til vara: Fjóla Heiðdal, Kolbrún Anna Björnsdóttir, Ian Mc Donald og Thelma Gylfadóttir.

 

Undirbúningshópur að mótun Baráttustjórnar

Baráttustjórn styður hagsmunasamtök almennings og hvetur til stofnunar nýrra með það að markmiði að skipuleggja baráttuleiðir alþýðunnar. Baráttustjórn flytur á milli félaga og hópa það sem best reynist í baráttunni, stendur fyrir opnum fundum og umræðu um mikilvægi skipulagðrar baráttu almennings og einkum hinna fátæku og jaðarsettu.

Undirbúningshóp að mótun Baráttustjórnar skipa: Ari Sigurjónsson, Arngrímur Jónsson, Benedikt Ægisson, Brynja Siguróladóttir, Fjóla Heiðdal, Hildur Embla Ragnheiðardóttir, Jón Örn Pálsson, Kristinn Hannesson, Ólafur Ragnarsson, Rúnar Freyr Júlíusson, Sigurður Erlends Guðbjargarson, Úlfur Atlason og Þorbergur Torfason.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram