Kurt: Þetta er ekki Íslandið sem ég ákvað að flytja til
02.05.2018
—
26. Kurt Van Meter
Hin Reykjavík
Hin Reykjavík
„Ég kom hingað frá Seattle í Bandaríkjunum árið 1996 og varð strax heillaður. Það sem ég fann hér var land þar sem fólk var öruggt, þar sem glæpatíðni var lág, þar sem var frelsi, og mikilvægast, þar sem allir voru jafningjar. Fullkominn staður til að setjast að og stofna fjölskyldu.
Áður en ég kom hingað hafði ég séð hvernig ójöfnuður í Bandaríkjunum gat eyðilagt fólk. Fyrir marga var það stanslaus barátta að lifa af og svo voru það hinir fáu með himinhá laun og engar áhyggjur. Þetta versnaði bara á meðan ég var að alast upp og kapítalíska maskínan gerði það sem hún gerir þegar hún er nánast óhindruð – að gera ríka fólkið ríkara á meðan fátæka fólkið sveltur. Þegar Ronald Reagan varð forseti, varð hinn ameríski draumur að brandara, og þetta hefur verið að versna síðan. Ég hef séð fólk verða gjaldþrota vegna þess að þau fengu krabbamein. Fólk fékk þann heiður að búa í „frjálsasta landi heims“ til að eyða síðustu dögunum sínum í að skrapa saman nóg pening til að lifa aðeins lengur. Fjölskyldur farnar að sleppa því að fara með börnin sín til læknis og vona að þeim bara batni, vegna þess að það átti ekki pening fyrir læknisþjónustu, sem var orðin fáránlega dýr vegna einkavæðingar. Þeir sem áttu mest voru einnig með heilsutryggingu, en tugir miljóna voru það ekki – sumir gátu bara skrapað saman nóg til að fara til verri spítala, og dóu helst án þess að vera of mikil byrði á samfélaginu. Þetta er ómennskt og viðbjóðsleg leið til að fara með fólk. Og þetta er það sem einkavæðing heilsugeirans á Íslandi mun gera.
Ég fékk einnig tækifæri til að sjá hvernig stórveldið BNA fór með önnur lönd, sérstaklega í vesturálfu. Ég var skiptinemi í Honduras frá 1988 til 1989 meðan Contra-Sandinista stríðin stóðu yfir. Þar var fátækt eins og ég hafði aldrei áður séð, en bandaríska stjórnin var að dæla peningum inn í landið – þessi peningur fór ekki í mat fyrir fólkið, heldur vopn. Fólkið skiptu engu máli nema sem peð í þessu proxy stríði milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fólkið sá óréttlætið og margir reyndu að berjast á móti, en ef þeir urðu of háværir, þá hurfu þeir bara, um miðju nótt, eins og einn bekkjarfélagi minn. Þessi misnotkun ríkisstjórnar Bandaríkjamanna á almúganum í Honduras var bætt ofan á það að bandarísk ávaxtafyrirtæki höfðu áratugum saman stórgrætt og orðið rík á kostnað launaþræla Honduras, sem margir hverjir bjuggu bókstaflega í pappakössum. Þessi saga hefur endurtekið sig í fjölmörgum löndum út um allan heim. Ég fór heim frá Honduras gjörbreyttur maður, og trúði ekki lengur þessum áróðri um Bandaríkin sem ég hafði alast upp með.
Að koma svo til Íslands nokkrum árum seinna var eins og draumur. Ég sá krakka leika úti án eftirlits. Ég heyrði um einstaka stórglæpi og nánast engin morð. Ég upplifði jöfnuð sem ég hafði nánast aldrei séð áður, og sá engan að svelta á götunni. Landið var ekki í stríði og átti ekki einu sinni her og nánast engar byssur. Lækniskostnaður og jafnvel framhaldsskólagjöld voru niðurgreiddi af ríkinu. Ég hafði fundið draumalandið mitt, þar sem fólk var mikilvægara en peningur.
Síðan 1996 hefur margt breyst. Ójöfnuður hefur stóraukist og með því fátækt og glæpir. Landið hefur ákveðið, fyrsta sinn í langri sögu þess, að taka þátt í hernaðaraðgerðum við hlið ríkisstjórnar Bandaríkjanna. Aldraðir og öryrkjar eru með óljósa framtíð, gæði heilsugeirans hefur hrunið, meðal annars vegna aukinnar einkavæðingar, en kostar fólkið meira. Spilling hefur aukist, og ekkert virðist gert í því, og þeir ríku verða bara ríkara á kostnað almennings. Fordóma og útlendingahatur er að aukast. Ísland er á hraðleið í sömu átt og Bandaríkin fóru, í átt enn meiri ójöfnuðar.
Þetta er ekki landið sem ég flutti til og núna get ég ekki setið hjá lengur. Ég verð að gera allt sem ég get til að fá Ísland okkar aftur, Sósíalistaflokkurinn er svarið.“
Kurt Van Meter er í framboði fyrir Sósíalistaflokkinn í Reykjavík í vor #valdiðtilfólksins