Sex hópar innan Sósíalistaflokksins með fasta fundi
Frétt
17.06.2020
Síðan um miðjan vetur hafa verið haldnir fundir í sex baráttuhópum sósíalista á miðvikudagskvöldum í Hlutverkasetrinu Borgartúni 1, 2. hæð og síðan í kórónafaraldrinum einnig á zoom.
Sósíalískir femínistar hittast á aðra hvora viku næst 1.. júlí næstkomandi. Markmiðið er styrkja femínismann innan hinnar sósíalísku baráttu og styrkja sósíalismann innan hinnar femínsku baráttu.
Stéttabaráttan – verkalýðsráð sósíalista munu einnig hittast næst 1. júlí næstkomandi. Markmið hópsins er að stuðla að endurreisn verkalýðshreyfingarinnar, byggja upp verkalýðsbaráttu með aukinni virkni og þátttöku almennra félaga og standa fyrir umræðu um framtíð verkalýðsbaráttunnar innan Sósíalistaflokksins, verkalýðshreyfingarinnar og í samfélaginu öllu.
Ungir sósíalistar munu sömuleiðis halda næsta fund 1. júlí næstkomandi. Markmiðið er að byggja upp hreyfingu ungra sósíalista, sem hafa mun mótandi áhrif á Sósíalistaflokk Íslands og samfélagið allt. Allir sósíalistar þrjátíu ára og yngri geta tekið þátt í starfi Ungra sósíalista.
Meistaradeildin, hópur sósíalista 55 ára og eldri, hittist annað hvert miðvikudagskvöld, 24. júní næstkomandi. Markmiðið er að styrkja hagsmunabaráttu bæði eftirlaunafólks og fólks á seinna hluta starfsferilsins. Meistaradeildin starfa innan Sósíalistaflokks Íslands en fundir hópsins eru opnir öllum sem vilja leggja baráttunni lið.
Öryrkjaráð sósíalista mun hittast næsta 24. júní. Markmiðið ráðsins er að styrkja hagsmunabaráttu öryrkja, gæta hagsmuna þeirra innan Sósíalistaflokksins og auðga réttlætisbaráttu öryrkja í samfélaginu.
Innflytjendaráð sósíalista mun einnig hittast næst 24. júní næstkomandi og síðan annan hvern miðvikudag þaðan í frá. Markmið ráðsins er að styrkja hagsmunabaráttu innflytjenda, yfirfara stefnu og aðgerðir Sósíalistaflokksins út frá sjónarhóli innflytjenda, gæta hagsmuna þeirra innan flokksins og auðga réttlætisbaráttu innflytjenda í samfélaginu.
Veldu þá hópa sem þú vilt helst starfa innan. Mundu, að þú ert byltingin, þú getur breytt samfélaginu með því að taka þátt í skipulögðu starfi, hagsmuna- og réttlætisbaráttu. Allir fundirnir byrja kl. 20:00. Nánari upplýsingar má finna í viðburðum fundanna sem finna má á síðu flokksins á Facebook: https://www.facebook.com/sosialistaflokkurinn