Þorsteinn Bergsson er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi

Sósíalistaflokkur Íslands Tilkynning

Þorsteinn Bergsson var samþykktur einróma á félagsfundi Sósíalistaflokksins sem oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi.

Þorsteinn býr á Egilsstöðum, rithöfundur og þýðandi en fyrrum sauðfjárbóndi í Hjaltastaðaþinghá til margra ára. Hann er vinstrimaður af öllu hjarta og eignarhald á landi og fyrirtækjum sem telja má til nauðsynlegra innviða er honum hugleikið. Hann telur brýnt að ríki og sveitarfélög grípi hraustlega inn í húsnæðismál og tryggja fólki aðgang að leiguhúsnæði á mannsæmandi kjörum. Fjármálakerfinu þarf að gera ljóst að það á að styðja við fjölskyldur og fyrirtæki í landinu en ekki sjúga úr þeim þróttinn.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram