Ali: Hafði ekki hugmynd um að ég hefði rétt til að kjósa í bæjarstjórnarkosningum

Hinn Kópavogur

14. Ali Conteh
Hinn Kópavogur

„Ég er upphaflega frá Síerra Leóne en ég flutti þaðan til Spánar á meðan borgarastríðið stóð enn yfir og bjó þar í sjö til átta ár. Borgarastríðið stóð að mestu leyti yfir árin 1991 til 2002 og það var skelfilegt. Á þessum tíma voru miklar blóðsúthellingar í gangi og þá sérstaklega í austurhluta landsins. Erlendar hersveitir voru fengnar til að stilla til friðar og reynt að koma á lýðræði en það varði stutt. Forsetinn komst aftur til valda og sendi hersveitirnar í burtu en það voru mikil mistök því þá fóru uppreisnarmenn að vaða uppi á ný og ástandið varð mjög slæmt aftur. Móðir mín er nú fallin frá í dag en ég á enn frændur í Sierra Leon.

Þegar ég kom til Spánar fékk ég vinnu í Honda verksmiðju við bón en þegar efnahagshrunið skall var verksmiðjunni lokað og ég missti vinnuna. Ég ákvað að fara um Evrópu til að reyna að finna mér einhverja vinnu. Ég var í Noregi í sex mánuði og kom þaðan til Íslands árið 2010. Í millitíðinni fór ég aftur til Spánar að ganga frá pappírunum mínum því ég var með dvalar- og atvinnuleyfi á Spáni. Ég hafði kynnst konu á Íslandi og við giftum okkur og eignuðumst dóttur saman. Hjónabandið entist bara í tvö ár en ég er alltaf í sambandi við dóttur mína. Mér finnst það mikilvægt því ég kynntist aldrei mínum eigin föður og mér fannst það alltaf erfitt. Bara það að hafa aldrei séð framan í hann í eitt einasta skipti er erfitt.

Ég hef starfað í veitingabransanum á Íslandi frá því að ég kom hingað en ég er ekki með neina formlega menntun aðra en grunnmentun mína frá heimalandinu. Ég er því ófaglærður starfsmaður í þeim geira og er í Eflingu. Ég fór og kaus B- listann þar á dögunum en vinur minn sagði mér frá honum og hvatti mig til að kjósa. Ég hafði ekki hugmynd um að ég hefði þau réttindi eða réttindi til að kjósa í bæjarstjórnarkosningum.

Ég var alltaf að ströggla á leigumarkaðnum á Íslandi og reyna að skrapa saman einhverju til að safna mér fyrir íbúð en það var mjög erfitt og oft kom bakslag í þær tilraunir. Ég var svo ótrúlega heppinn að verða bænheyrður og vinna í happadrætti og geta keypt mér íbúð. Þá átti ég loksins nóg fyrir útborgun.

Það voru margir sem sögðu mér að fara erlendis í frí eða kaupa mér bíl fyrir peningana en ég var ákveðinn í því að fjárfesta í húsnæði því mér finnst það skipta mestu máli að eiga fastan samastað. Ég trúi því stundum ekki ennþá að ég eigi þessa íbúð. Ég þarf alveg að minna mig á það reglulega að ég eigi hana raunverulega.
Ég er fæddur sósíalisti í hjarta mínu og ég vil sjá jöfnuð og réttlæti í samfélaginu, þess vegna styð ég Sósíalistaflokkinn heilshugar. “

Alie Conteh er í framboði fyrir sósíalista í Kópavoginum #valdiðtilfólksins

Kjósið Sósíalistaflokkinn

Stefna

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram