Tilkynning

27. október 2024

Davíð Þór Jónsson er oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi


Félagsfundur Sósíalistaflokksins samþykkti einróma í dag oddvita í Suðvesturkjördæmi, séra Davíð Þór Jónsson.

Davíð steig upp í pontu á fundinum og í ræðu sinni lagði hann áherslu á mikilvægi þess að við hugum að grunngildum Sósíalista um mannúð og náungakærleik í komandi kosningum. Mestu máli skipti að huga að þeim sem vantar aðstoð í samfélaginu og í þágu þeirra muni Davíð beita sér sem oddviti Sósíalista í Suðvesturkjördæmi.

Mynd af samþykktum oddvitum Sósíalistaflokksins: Guðmundur Hrafn fyrir Norðvesturkjördæmi, Sanna Magdalena fyrir Reykjavík Suður og Davíð Þór fyrir Suðvesturkjördæmi

Davíð Þór Jónsson er oddviti Sósíalistaflokksins í Suðvesturkjördæmi | Sósíalistaflokkurinn