Tilkynning

29. október 2024

Efstu sætin í Suðvesturkjördæmi


Félagsfundur Sósíalistaflokksins samþykkti einróma í dag 2. og 3. sæti á framboðslista í Suðvesturkjördæmi

Margrét Pétursdóttir, utanskólamenntuð verkakona sem hefur unnið með börnum og gamalmennum og aldurshópum þar á milli. Margrét hefur unnið margvísleg sjálfboðaliðastörf og verið með fólki á verstu og bestu stundum lífsins og samsamað sig með flestum þeirra. Hún er róttækur aktivisti í umhverfismálum og félagi í náttúruverndarsamtökum og hefur starfað með þeim í aktivisma.

Í 3. sætið: Sara Stef Hildardóttir, fyrrum blaðamaður, bókasafns- og upplýsingafræðingur, femínisti og baráttukona. Hún hefur gengt trúnaðarstörfum fyrir Sósíalistaflokkinn, nú sem varaformaður framkvæmdastjórnar og áður sem gjaldkeri.

Oddviti framboðslistans í kjördæminu erDavíð Þór Jónsson