Tilkynning

17. janúar 2025

ATH! BREYTT DAGSETNING - Fundur: Sósíalísk stjórnarandstaða utan þings


Fundinum er frestað vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Nánari dagsetning verður auglýst síðar. ------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------ Kosningastjórn boðar til fundar um sósíalíska stjórnarandstöðu utan þings laugardaginn, 25. janúar kl. 14:00. Umræðuefnið er hvernig sósíalistar geti unnið sem stjórnarandstaða utan þings með því að bregðast við málum sem koma frá þinginu sem og að setja mál á dagskrá í samfélagslegri umræðu. Margt fellur hér undir er varðar hvernig best sé að standa að gagnrýni og umræðu. Kosningastjórn óskar eftir umræðu um sósíalista sem rödd utan þings og hvernig megi nýta þá rödd sem best  til að ná markmiðum um samfélag frelsis, jöfnuðar, mannhelgi og samkenndar.

Fundurinn verður haldinn í Vorstjörnu - Alþýðuhúsi, Bolholti 6, 105 Reykjavík. Aðgengi er að húsinu norðanmegin á jarðhæð. Fundurinn verður einnig á Zoom: https://zoom.us/j/5751158534 (lykilorð ef beðið er um: 010517).

ATH! BREYTT DAGSETNING - Fundur: Sósíalísk stjórnarandstaða utan þings | Sósíalistaflokkurinn