Tilkynning

17. janúar 2021

Greinargerð borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands með umræðu um mansal


Borgarstjórn Reykjavíkur19. janúar 2021Fulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur til að umræða fari fram í borgarstjórn um mansal. Hvaða aðgerðir hefur Reykjavíkurborg til að vinna gegn þeirri ömurð sem slíkt er? Hvernig getur borgin sem höfuðborg landsins og stærsta sveitarfélagið unnið að því að aðilar sem eru fórnarlömb mansals og hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd, eigi ekki á hættu á því að vera vísað úr landi?Þó svo að Reykjavíkurborg fari ekki með málefni Útlendingastofnunnar þá getur húnhvatt ríkisstjórn til þess að sýna aukna mannúð þegar kemur að því að veita einstaklingumalþjóðlega vernd hér á landi. Bjarkarhlíð hefur verið falið að halda utan um umsjón meðframkvæmdarteymi um mansalsmál. Í þessu samhengi má setja fram viðræður eða tillögu um að borgin leiti til ríkisins og bjóðist til að taka á móti fólki þar sem rökstuddur grunur er um mansal og veiti því húsnæði og framfærslu ef þörf er á.

Greinargerð borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands með umræðu um mansal | Sósíalistaflokkurinn