Frétt

18. nóvember 2019

Samherjahneykslið: Grimmd auðvalds og aumingjaskapur elítu


Allar stjórnir Sósíalistaflokks Íslands samþykktu eftirfarandi ályktun í kvöld:

Í tilefni af afhjúpun á glæpum Samherja í Namibíu og hvernig eigendum fyrirtækisins hefur tekist að sölsa undir sig auðlindir þarlendis, á Íslandi og víðar vill Sósíalistaflokkur Íslands ávarpa landsmenn:

Það sem þér ofbýður er grimmd auðvaldsins. Krafa almennings hlýtur að vera:Auðvaldið burt!Það sem þér ofbýður er aumingjaskapur stjórnmálaelítunnar. Krafa almennings hlýtur að vera:Elítuna burt!Það sem þér ofbýður er algjört valdaleysi alþýðunnar í samfélaginu: Krafa almennings hlýtur að vera:Valdið til fólksins!

Lausnin gegn arðráni auðvaldsins, svikum elítunnar gagnvart alþýðunni og valdaleysi almennings kallast sósíalismi. Gott samfélag verður aðeins byggt upp með lýðræði sem hvílir á jöfnuði, mannhelgi og samkennd. Auðvaldið rífur niður samfélagið. Sósíalisminn byggir það upp.

Fyrir hönd allra stjórna Sósíalistaflokks ÍslandsGunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnarAndri Sigurðsson, formaður félagastjórnarMaría Pétursdóttir, formaður málefnastjórnar

Samherjahneykslið: Grimmd auðvalds og aumingjaskapur elítu | Sósíalistaflokkurinn