Ályktun

1. september 2025

Þjóð gegn þjóðarmorði – Stuðningsyfirlýsing


Sósíalistaflokkur Íslands lýsir yfir eindregnum stuðningi við stórfundinnÞjóð gegn þjóðarmorði, sem haldinn verðurlaugardaginn 6. septemberí Reykjavík, á Ísafirði, Akureyri, Stykkishólmi og á Egilsstöðum.Við stöndum saman með verkalýðshreyfingunni, mannúðarsamtökum og almenningi í þeirri skýru kröfu að íslensk stjórnvöld bregðist þegar í stað við yfirstandandi þjóðarmorði Ísraels í Palestínu.Í nær tvö ár hefur heimsbyggðin horft upp á ólýsanlegar þjáningar palestínsku þjóðarinnar: tugþúsundir almennra borgara hafa verið drepnir, þar á meðal tugþúsundir barna, og milljónir standa frammi fyrir hungurdauða. Alþjóðadómstóllinn hefur staðfest að framganga Ísraels jafngildi þjóðarmorði og úrskurðað hernám þess á palestínsku landi ólöglegt. Þrátt fyrir þetta hafa vestræn ríki, þar á meðal Ísland, látið nægja innihaldslausar yfirlýsingar í stað þess að beita raunverulegum þrýstingi.Við segjum:Nú er nóg komið.Sósíalistaflokkur Íslandskrefur ríkisstjórnina um að:

  • Styðja málsókn Suður-Afríku gegn Ísrael og viðurkenna að þjóðarmorð Ísraels gegn Palestínu sé staðreynd.
  • Setja viðskiptabann á Ísrael og banna viðskipti við fyrirtæki sem hagnast á hernámi og aðskilnaðarstefnu.
  • Beita sér fyrir alþjóðlegum viðskiptaþvingunum gegn Ísrael og efla í staðinn viðskipti og samskipti við palestínsku þjóðina.

Þessar aðgerðir eru í fullu samræmi við alþjóðalög. Aðgerðarleysið til þessa gagnvart þjóðarmorði og hernámi Ísraels á palestínsku þjóðinni er áfellisdómur yfir íslenskum stjórnvöldum.Alþingi og ríkisstjórn Íslands starfa í umboði þjóðarinnar. Þeim ber skylda til að endurspegla vilja hennar, verja alþjóðalög og beita sér af fullum þunga fyrir því að Ísrael láti þegar í stað af þjóðarmorði, virði rétt Palestínumanna til lífs, lands og frelsis.Við hvetjum allt okkar fólk til að fjölmenna á mótmælafundina 6. september og sýna þar ótvíræða samstöðu með palestínsku þjóðinni.Tími yfirlýsinga og undanbragða er liðinn, tími aðgerða er runninn upp.Sósíalistaflokkur Íslands

P.S Viðburðir mótmælanna á Fésbókinni:

Reykjavík:Þjóð gegn þjóðarmorði - Reykjavík | FacebookEgilsstöðum:Þjóð gegn þjóðarmorði - Egilsstaðir | FacebookÍsafirði:Þjóð gegn þjóðarmorði - Ísafjörður | FacebookAkureyri:Þjóð gegn þjóðarmorði - Akureyri | FacebookStykkishólmi:Þjóð gegn þjóðarmorði - Stykkishólmur | Facebook