
Tilkynning
6. apríl 2024Breytingar á Skipulagi flokksins
Ráðuneyta og Stjórnarráðs
Kosningastjórn
form á vali á lista fyrir félagsfund í vor. Því fellur liðurinn Framboð, kjörnir fulltrúar, Kjörnefnd og Kjörstjórn úr skipulagi flokksins. Þá eru lagðar til smávægilegar breytingar á kaflanum um Kjörgengi til stjórnarsetu, sem heimilar stjórnarmönnum í einni stjórn flokksins að sitja sem áheyrnarfulltrúi á fundum annarra stjórna.
Kosningastjórn
Kosningastjórn heldur utan um framboð Sósíalistaflokksins til Alþingis og sveitastjórna og sér um val á framboðslista með aðferðum sem samþykktar hafa verið á aðalfundi eða félagsfundi, mótar kosningastefnu byggða á stefnum flokksins og rekur kosningabaráttu til þings og sveitarstjórna.
Framboðslistar skulu samþykktir af sósíalistaþingi eða félagsfundi og kosningastefna af sameiginlegum fundi allra stjórna flokksins. Kosningastjórn getur myndað undirhópa og -stjórnir til að sinna kosningaeftirliti, kosningastjórn í einstökum kjördæmum og sveitarfélögum og aðra hópa ef þurfa þykir.
Kosningastjórn skal halda utan um stjórnmálaumræðu á vef flokksins, þjálfa upp talsfólk flokksins, efna til stjórnmálafunda og sinna umræðu um stefnu og áherslur Sósíalistaflokksins á breiðum vettvangi.
Kosningastjórn er kjörin á Sósíalistaþingi og skal skipuð 9 aðalmönnum og 4 til vara. Hún skiptir sjálf með sér verkum en skal hafa innanborðs formann, varaformann og ritara.
Við mótun kosningastjórnar er heimilt að kjósa stjórn til bráðabirgða á aðalfundi 2024 sem falið er að móta starfið og leggja fram tillögur um form á vali á lista fyrir félagsfund um vorið. Aðalfundur 2024 mun skilgreina umboð bráðabirgðastjórnar við kjör hennar.
- Málsgreinar um Ráðuneyti og Stjórnarráð og Framboð, kjörnir fulltrúar, Kjörnefnd og Kjörstjórn voru felldar úr skipulagi flokksins.
- Í greininni Kjörgengi til stjórnarsetu kom ein og hálf setning: Annars vegar: … eða í einstökum verkefnastjórnum eða -hópum sem heyra undir stjórnir. Hins vegar: Kjörinn stjórnarmaður í einni stjórn getur setið fundið í öðrum stjórnum sem áheyrnarfulltrúi.
- Greinin er þá svona:
Kjörgengi til stjórnarsetu Félagsmaður getur á hverjum tíma aðeins setið í einni kjörinni stjórn (Framkvæmdastjórn, Félagastjórn, Baráttustjórn, Málefnastjórn eða Kosningastjórn). Seta félagsmanns í kjörinni stjórn útilokar hann ekki frá setu í slembivalinni stjórn (til að mynda Samvisku, Kjörnefnd eða Málefnahópum) eða í einstökum verkefnastjórnum sem heyra undir stjórnir. Né heldur útilokar seta í einni slembivalinni nefnd setu í annarri slembivalinni nefnd. Þó skal nefndarmaður í Samvisku segja sig frá umfjöllun um ágreiningsmál sem hann er sjálfur aðili að, og skal Samviskan ákveða hvort nauðsynlegt sé að viðkomandi víki alfarið úr nefndinni. Kjörinn stjórnarmaður í einni stjórn getur setið fundið í öðrum stjórnum sem áheyrnarfulltrúi.
Hver félagsmaður skal ekki sitja sem aðalmaður og varamaður lengur en tólf ár í hverri stjórn og ekki gegna formennsku í hverri nefnd lengur en átta ár. Félagsmaður sem er ekki kjörgengur í eina stjórn af þessum sökum er áfram kjörgengur í aðrar nefndir.