Reglugerðspjall
Reglur fyrir Facebook-spjall Sósíalistaflokksins
📘 Reglugerð um Sósíalistaspjallið
1. Inngangur
Reglugerð þessi gildir um umræðuhóp Sósíalistaflokks Íslands á samfélagsmiðlum, þekktan sem Sósíalistaspjallið. Hópurinn er hluti af innra starfi flokksins og vettvangur fyrir skráða félaga til að rækta samtal, samstöðu og skipulag í anda sósíalískrar baráttu.
2. Spjallráð
Hópnum er ritstýrt af fimm manna spjallráði sem stjórnir flokksins (framkvæmda- og félagsstjórn) skipa árlega.
Spjallráðið ber ábyrgð á að framfylgja reglum hópsins, veita viðvaranir, bregðast við brotum og tryggja að umræðan sé í samræmi við tilgang og gildi flokksins.
Meðlimir hópsins geta haft samband við ráðið, t.d. með því að tilkynna færslur sem brjóta reglur spjallsins eða grafa undan markmiðum þess. Ákvarðanir spjallráðs skulu byggja á þessum reglum og reglugerð flokksins um innra starf.
3. Reglur Sósíalistaspjallsins
- Aðild
Aðeins skráðir meðlimir Sósíalistaflokks Íslands hafa aðgang að hópnum. Meðlimur sem hættir í flokknum verður fjarlægður úr hópnum. - Trúnaður
Sýnum hvert öðru og baráttunni þá virðingu að vera ekki að dreifa skjáskotum af umræðu sem á sér stað innan hópsins utan hans. Að því sögðu skulum við öll muna að gæta orða okkar því allt sem er skrifað hér getur ratað í fjölmiðla og þannig skaðað starfið. - Virðing
Allar umræður skulu fara fram með virðingu og kurteisi. Níð, móðganir eða niðrandi orðræða eru ekki liðin. - Umræða um hugmyndir, ekki einstaklinga
Persónulegar árásir, róg og kaldhæðnislegar athugasemdir um einstaklinga eru óheimilar. Ræðum hugmyndir og stefnu, ekki persónur. - Viðvaranir og agi
Fyrsta brot leiðir til einkaviðvörunar. Endurtekin eða alvarleg brot geta leitt til tímabundinnar eða varanlegrar brottvísunar úr hópnum.
6. Viðeigandi efni og samstaða
Umræða skal tengjast stefnumálum, starfi flokksins og baráttu alþýðunnar. Hópurinn er vettvangur sameiginlegrar umræðu félaga flokksins. Ruslpóstar, æsifréttir, upplýsingaóreiða, óviðkomandi efni og vísvitandi niðurrif eða óheiðarleiki verða ekki liðin.
- Traust og ábyrg samskipti
Verndum heiður flokksins. Samtalið skal byggt á ábyrgð, heiðarleika og gagnkvæmu trausti. Að villa um fyrir eða vinna gegn markmiðum hópsins getur leitt til brottvísunar.
📍 Reglugerð þessi bíður samþykktar stjórna flokksins og félagsfundar eftir því sem við á.