Sjávarútvegur í nýju umhverfi
Pistill
13.09.2021
Hvernig sér kvótasetti-strandveiði-sjómaðurinn og kvóta-litli/lausi útgerðarmaðurinn líf sitt og fjölskyldu sinnar eftir 5-ár viðmiðið er óbreytt kvótakerfi og að vera HÁÐUR ríkistyrktu-einokunar-útgerðinni um nýtingarrétt sem kostar formúgu og hinsvegar DAGA-kerfi (óframseljanlegir) með allann fisk seldan á fiskmarkaði, ásamt frjálsum-handfæraveiðum.
Ég hvet ykkur sem tilheyrið þessum hópum (strandveiði og kvótalitlir/lausir) að gefa ykkur tíma til að hugleiða þessa umbreytingu, að vera ekki HÁÐUR einokunar-útgerðinni um lífsafkomu, að vera laus við atvinnu/afkomu-ofbeldi og fáránlega hátt verð á nýtingarrétti/aflaheimild.
Ávinningurinn er augljós fyrir allt samfélagið/þjóðfélagið.
- Auðlindar-rentan flæðir á nýjan leik um æðakerfi þjóðarinnar, en verður ekki eftir í skattaskjólum og með tilheyrandi ruðningsáhrifum hjá öðrum atvinnugreinum.
- Hærri tekjur fyrir útgerð og sjómenn.
- Hærri tekjur fyrir ríki og bæ.
- Umtalsvert meiri og nákvæmari upplýsingar um afraksturgetu fiskistofna, vegna þess að allur afli skilar sér í land.
- Nýliðun í útgerð í öllum skipaflokkum.
- Grisjun fiskistofna sem tryggir vöxt og afraksturgetu fiskistofna.
- Ráðherrar/þingmenn/bæjarfulltrúar ásamt almenningi er laus undan HELSI sæ-GARKA.
Höfundur er félagi og frambjóðandi Sósíalistaflokksinns (xJ) í Suðurkjördæmi.