Aldraðir eru líka fólk!

Ágústa Anna Ómarsdóttir Pistill

Lög voru sett á Alþingi þann 31. desember 1999 sem fólu í sér þau markmið að gera öldruðum fært að lifa eðlilegu heimilislífi, eins lengi og kostur er og að öldruðum sé tryggð þjónusta þegar hennar er þörf og í samræmi við þarfir hvers og eins. Ásamt því er í lögunum lögð áhersla á að aldraðir njóti jafnréttis og að sjálfstæði þeirra sé virt.

Þegar kemur að mannréttindum aldraðra eru það helst þessi réttindi sem á reynir:

 

  • Til aðgengis og þátttöku
  • Til framfærslu og félagsþjónustu
  • Til persónufrelsis og friðhelgi einkalífs
  • Til verndar fjölskyldulífs·
  • Til heilbrigðis- og endurmenntunar
  • Til atvinnu og tómstunda
  • Til búsetu og eigin heimilis

 

Og bann við ómannlegri og vanvirðandi meðferð..

Við skulum átta okkur á einu!

Aldraðir eru ekki bara listi af fólki á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Áður en fólk verður aldrað hefur það að atvinnu af að vera bakarar, kjólameistarar, ræstitæknar, skrifstofufólk, bankastjórar, lögmenn, smiðir, listamenn, rithöfundar og svo framvegis.

Sem sagt fólk með mismunandi þarfir og þrár sem sér hlutina á mismunandi hátt.

Skemmtilegar og frjóar manneskjur.

Allt of oft er talað um aldraða eins og fólk sem einhvern einsleitan hóp af fólki sem er geymdur á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

Og því er nú verr og miður líka á sjúkrahúsum af því að það er langt frá því að það sé nægilegt rými fyrir það, þar sem hugsað er um það af nærgætni og hlýju, hvaða þjónustu það þarf og hvernig það má gera betur til að hlúa að þeim.

Aldraðir eru manneskjur með þarfir og langanir, rétt eins og ég og þú!

Það er löngu kominn tími til þess að fara að hugsa vel um þennan þjóðfélagshóp og hætta að tala um hann sem byrði!

Dvalar- og hjúkrunarheimili eiga alls ekki að vera einkavædd!

Dvalar- og hjúkrunarheimili eiga alls ekki að vera rekin með hagnað í huga!

Við í Sósíalistaflokknum Ætlum að standa vörð um aldraða!

Kjósum Sósíalista til þings laugardaginn 25.september og höfum áhrif!

Kjósum XJ ❤

Höfundur vinnur við ummönnun aldraðs fólks og er á framboðslista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram