Framboð Sósíalista í borginni – Símon Vestarr
Sögur
14.05.2022
Eins og margir Íslendingar hef ég reynslu af því að basla við að láta tekjurnar endast mánuðinn í fullu starfi og veit af eigin raun hversu lýjandi afkomuóöryggi er.
Sósíalistaflokkurinn er eina framboðið í þessum sveitastjórnarkosningum sem er með raunhæfa stefnu í húsnæðismálum. Stefnu sem tekur mið af þeirri staðreynd að gróðabrask á fasteignamarkaði er vandamálið og að eina lausnin sé óhagnaðardrifin húsnæðisuppbygging.
Við viljum sanna Reykjavík – borg sem er ekki bara hugsuð fyrir þá sem lifa á fjárfestingum sínum heldur líka fyrir okkur hin sem höfum ekkert að selja annað en vinnuaflið.
Grunnþjónustuna þarf að styrkja svo að fleiri en hinir vel stæðu geti notið sín í höfuðborginni. X við J er eina vitið.
Símon Vestarr býður sig fram fyrir Sósíalista í Reykjavík þann 14. maí.