Aðalfundur Sósíalistaflokks Íslands haldinn 24. maí
Tilkynning
09.05.2025

Aðalfundur Sósíalistaflokks Íslands verður haldinn í Vorstjörnunni-Alþýðuhúsi, Bolholti 6, laugardaginn 24. maí kl. 10.
Dagskrá fundarins er venjuleg aðalfundarstörf auk ályktana og almennrar umræðu. Hægt verður að sækja fundinn á zoom (hlekkur fyrir zoom: https://zoom.us/j/5751158534)
Dagskrá fundarins er þessi:
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
2. Fundarsköp
3. Skýrsla Framkvæmdastjórnar lögð fram
4. Reikningar lagðir fram til samþykktar
5. Lagabreytingar
6. Ákvörðun félagsgjalds
7. Kosning pólitísk leiðtoga
8. Kosning í stjórnir sem sem kveðið er á um í Skipulagi
9. Stjórnmálaályktanir fundarins og aðrar samþykktir
10. Önnur mál.
Félagar geta kynnt sér framkomnar tillögur um lagabreytingar á vef flokksins, sjá hér: Tillögur um lagabreytingar
Sósíalistaflokkurinn er grasrótarsamtök og styrkur hans hvílir á vilja félagsfólks til þátttöku. Félagar eru því hvattir til að gefa kost á sér til stjórnarsetu í einhverja af stjórnum flokksins: Kosningastjórn, Málefnastjórn, Framkvæmdastjórn, Baráttustjórn eða Félagastjórn. Sama gildir um hlutverk pólitísks leiðtoga flokksins. Um stjórnirnar má lesa í Skipulagi flokksins, sjá hér: Skipulag
Á vef flokksins gefst félögum sem vilja bjóða sig fram til stjórnarsetu færi á að kynna sig með mynd og stuttum texta. Koma þarf fram hvaða stjórn fólk bíður sig fram í. Samkvæmt Skipulagi flokksins er hverjum félaga aðeins heimilt að sitja í einni kjörinni stjórn. Vinsamlegast sendið þessa kynningu á: xj@xj.is. Félagar geta stuðst við þessar kynningar þegar kosið verður í stjórnir á Sósíalistaþingi. Nöfn þeirra sem bjóða sig fram munu verða á atkvæðaseðlum.