Samherjahneykslið: Grimmd auðvalds og aumingjaskapur elítu

Tilkynning Frétt

Allar stjórnir Sósíalistaflokks Íslands samþykktu eftirfarandi ályktun í kvöld:

Í tilefni af afhjúpun á glæpum Samherja í Namibíu og hvernig eigendum fyrirtækisins hefur tekist að sölsa undir sig auðlindir þarlendis, á Íslandi og víðar vill Sósíalistaflokkur Íslands ávarpa landsmenn:

Það sem þér ofbýður er grimmd auðvaldsins. Krafa almennings hlýtur að vera: Auðvaldið burt! Það sem þér ofbýður er aumingjaskapur stjórnmálaelítunnar. Krafa almennings hlýtur að vera: Elítuna burt! Það sem þér ofbýður er algjört valdaleysi alþýðunnar í samfélaginu: Krafa almennings hlýtur að vera: Valdið til fólksins!

Lausnin gegn arðráni auðvaldsins, svikum elítunnar gagnvart alþýðunni og valdaleysi almennings kallast sósíalismi. Gott samfélag verður aðeins byggt upp með lýðræði sem hvílir á jöfnuði, mannhelgi og samkennd. Auðvaldið rífur niður samfélagið. Sósíalisminn byggir það upp.

Fyrir hönd allra stjórna Sósíalistaflokks Íslands
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar
Andri Sigurðsson, formaður félagastjórnar
María Pétursdóttir, formaður málefnastjórnar

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram