Stjórnir

Framkvæmdastjórn

Framkvæmdastjórn ábyrgist daglegan rekstur flokksins, hefur umsjón með heimasíðu og kynningarmálum, sér um fjármál flokksins, heldur utan um félagaskrá og skal safna saman fundargerðum og öðrum heimildum um ákvarðanir og starfsemi flokksins milli aðalfunda. Hana skipa:

Gunnar Smári Egilsson formaður, Sanna Magdalena Mörtudóttir varaformaður, Laufey Ólafsdóttir gjaldkeri,  Viggó Jóhannsson ritari,  Arna Þórdís Árnadóttir, Haukur Arnþórsson, Rán Reynisdóttir og Védís Guðjónsdóttir og til vara: Daníel Örn Arnarsson, Jóhann Helgi Heiðdal, Katrín Baldursdóttir og Sigrún E. Unnsteinsdóttir.

Félagastjórn

Félagastjórn starfrækir „sellur“ sem félagsmenn á tilteknu búsetusvæði tilheyra sjálfkrafa. Félagastjórn virkjar, styður og mótar starf Sellanna eftir atvikum. Félagastjórn skipa:

Andri Sigurðsson formaður, Bogi Reynisson, Pála Sjöfn, Sigurður Gunnarsson, Haraldur Ingi Haraldsson, Sigga Svanborgar, Guðrún Hulda Fossdal, Þórarinn Einarsson, Jón Kristinn Cortz, Hjalti Torfason, Geirdís Hanna, Tamila Gamez Garcell, Sigrún Birna Kristjánsdóttir, Steinar Immanuel Sörensson, Arnlaugur Samúel Arnþórsson.

Málefnastjórn

Til að styðja við stefnumótun flokksins starfar Málefnastjórn, en hún annast framkvæmd stefnumótunarvinnu á milli Sósíalistaþinga og í umboði þess. Málefnastjórn skipar slembivalda hópa félagsmanna sem vinna stefnudrög í einstökum málaflokkum. Málefnastjórn skipa:

María Pétursdóttir formaður, Ása Lind Finnbogadóttir varaformaður, Símon Vestarr ritari, Atli Antonsson, Jóna Guðbjörg Torfadóttir, Rúnar Sveinbjörnsson, Sylvianne Pétursdóttir Lecaulte, Þórdís Guðjónsdóttir og Þorvarður Bergmann og til vara: Ágúst Valves Jóhannesson, Guttormur Þorsteinsson, Sigrún Jónsdóttir og Pétur Friðgeirsson.

Kjörnefnd

Ákvörðun um framboð Sósíalistaflokksins til þings eða sveitarstjórna skal tekin af Sósíalistaþingi eða með skýru umboði þess. Skal þá taka til starfa Kjörnefnd skipuð slembivöldum félagsmönnum sem annast skipun lista, kosningastjórn og í kjölfarið samskipti flokksins við kjörna fulltrúa. Kjörnefnd skal samþykkja nánari útfærslu á vinnubrögðum sínum við skipun lista og samskipti við frambjóðendur. Kjörnefnd er heimilt að setja á fót kosningastjórnir í einstökum kjördæmum eða sveitarfélögum og heyra þær undir hana. Kjörnefnd er heimilt að skipa utanaðkomandi einstakling sem kosningastjóra.

Anna Kristrún Björnsdóttir, Ásmundur Þórir Ólafsson, Eiríkur Barkarson, Finnbogi Vikar, Guðbjörg Gróa Guðmundsdóttir, Guðmann Magnússon, Guðrún Katrín Árnadóttir, Guðrún Vilhjálmsdóttir, Hallfríður Þórarinsdóttir, Hjalti Halldórsson, Hjördís Árnadóttir, Hlynur Már Vilhjálmsson, Ingibjörg Eyfells, Ingibjört BK Hjartardóttir, Ívar Gissurarson, Jakob Axel Axelsson, Jón Baldursson, Jónína Vilborg Sigmundsdóttir, Katrín Tinna Eyþórsdóttir, Kristbjörg Eva Andersen, Kristín Árný Sigurðardóttir, Margrét Pétursdóttir, Marta Sigríður Pétursdóttir, Ólafur Sigurðsson, Ólöf Ingþórsdóttir, Ósk Dagsdóttir, Rúnar Þröstur Magnússon, Sigríður Fossberg Thorlacius, Viggó Karl Jóhannsson og Þorkell Ragnarsson.

Verkalýðsráð (undirbúningshópur)

Félagsfundur Sósíalistaflokks Íslands, haldinn 19. janúar 2019, skipaði hóp fólks í undirbúningshóp Verkalýðsráðs flokksins til að efla umræðu um verkalýðsmál innan flokksins og laða félagsmenn og aðra til þeirrar umræðu og leggja til við næsta Sósíalistaþing með hvaða hætti verkalýðsumræðu og –starfi verði háttað innan flokksins. Fundir þessa undirbúningshóps verða haldnir í Borgartúni 1, 2. hæð, á mánudagskvöldum kl. 8. Allir félagar í Sósíalistaflokknum geta mætt á fundi verkalýðsráðsins og tekið þátt í uppbyggingu þess.

Félagar í undirbúningshópi að stofnun verkalýðsráðs eru: Agnes Erna Estherardóttir, Andrea Helgadóttir, Ágúst Valves Jóhannesson, Ásdís Helga Jóhannesdóttir, Ásgrímur Jörundsson, Baldvin Björgvinsson, Birna Eik Benediktsdóttir, Daníel Örn Arnarsson, Einar M Atlason, Erna Hlín Einarsdóttir, Friðrik Boði Ólafsson, Kjartan Niemenen, Kolbrún Valvesdóttir, Reinhold Richter, Rúnar Einarsson, Sigríður Svanborgardóttir, Sigurður H. Einarsson, Vésteinn Valgarðsson og Þorvaldur Þorvaldsson.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram