Komur og brottfarir – #ekki í mínu nafni!

María Pétursdóttir Pistill

Á síð­ustu dögum og vikum hafa íslensk stjórn­völd ákveðið að senda a.m.k. fimm barna­fjöl­skyldur aftur til Grikk­lands þar sem þær hafa hlotið svo­kallað alþjóð­lega vernd og jafn­vel gengið svo langt að leigja einka­flug­vél undir fólks­flutn­ing­ana svo far­angrinum verði tryggi­lega skil­að. Búið er að fresta brott­flutn­ingi sumra þess­ara fjöl­skyldna í tvígang núna með til­heyr­andi sál­ar­stríði fyrir þær en á meðan útlend­inga­stofnun okkar Íslend­ingar leitar allra leiða til að koma þessum sak­lausu börnum af sínu fram­færi leita grísk yfir­völd ásamt yfir­völdum margra ann­ara Evr­ópu­landa allra leiða til að koma þeim í örugga höfn einmitt til ann­ara betur settra landa í álf­unni enda bæði Grikk­land og Tyrk­land algjör­lega og löngu komin að þol­mörkum þegar kemur að mót­töku flótta­fólks.

Skila­frestur á fólki

Á tímum þar sem flótta­manna­straumur heims­byggð­ar­innar er hvað mestur síðan eftir seinna stríð eða þar sem 25 millj­ónir manna eru skil­greindir með stöðu flótta­manna og yfir 70 millj­ónir manna eru á hrakn­ingum frá heim­ilum sínum til lengri eða skemmri tíma er mál til komið að Íslend­ingar taki skýra afstöðu og leggi sitt að mörkum í við­leitni sinni til að veita mann­úð­ar­að­stoð í formi mót­töku flótta­fólks og taki á móti fleira flótta­fólki en gert hefur verið hingað til. Þá séu börn og barna­fólk sem hingað leitar alls ekki sent til baka í nafni Dyfl­inn­ar­reglu­gerðar sem ekki er nauð­syn­legt að beita en er notuð eins og afláts­bréf eða nóta með skila­frest á vöru.

Ástandið fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs er sér­lega ótryggt um þessar mundir en við heyrum skelfi­legar fréttir þaðan eftir að Tyrkir opn­uðu landa­mæri sín til Grikk­lands þar sem bíða nú tug­þús­undir flótta­manna inn­göngu en talið er að Sýr­lend­ingar í Tyrk­landi séu rúm­lega 3,5 millj­ónir manna.

Flótta­börn

Flestir þeir sem þurfa að flýja heim­ili sín og taka stöðu flótta­fólks er fólk af lægri stéttum þjóð­fé­lags­ins eða um 85% þess og má segja að það sé fólk sem dæmt er til úti­gangs. Um 40% þeirra sem nú haf­ast við í Grikk­landi og Tyrk­landi eru konur og börn.
Af börnum á flótta innan Sýr­lands hafa bara nú á síð­ustu tveimur mán­uðum verið stað­fest 32 dauðs­föll aðal­lega sökum kulda en á síð­ustu tveimur árum hafa einnig lát­ist í kringum þús­und börn á ári í sjálfum stríðs­á­tök­unum og yfir 29 þús­und börn frá upp­hafi stríðs­ins. Þessar tölur eru nístandi óhuggu­leg­ar.

Talið er að tæp­lega 6 milj­ónir Sýr­lend­inga séu á flótta í nágranna­ríkjum lands­ins, flestir þó í Tyrk­landi, en yfir 41 þús­und manns haf­ast við í flótta­manna­búðum á Grísku eyj­unum Les­bos og Sam­os. Þar hefst fólk við í tjöldum við veru­lega slæmar aðstæður þar sem kuldi og vos­búð er fastur liður auk þess sem aðgangur að hreinu vatni, hrein­læti og heil­brigð­is­þjón­ustu er af skornum skammti og aðeins hluti af börn­unum í búð­unum hafa aðgang að mennt­un. Þá eru börn á flótta sér­stak­lega útsett fyrir barna­þrælk­un, man­sali og kyn­ferð­is­legu ofbeldi. Kveikur á RÚV fjall­aði um stöðu flótta­manna á dög­unum og þeirra aðstæðna sem bíða þeirra sem þegar hafa hlotið svo­kall­aða vernd svo yfir­völdum ætti vel að vera ljóst hvað þessi börn hafa þegar gengið í gegnum og hvað bíður þeirra ef þau verða send til baka.

Vax­andi andúð og óboð­legar aðstæður

Andúð bæði grískra ráða­manna á flótta­fólk­inu sem og íbúa lands­ins fer auk þess vax­andi og nýnas­istar ann­ars staðar úr heim­inum flykkj­ast einnig til lands­ins til að taka á móti fólk­inu með ógeðs­legu ofbeldi í anda kyn­þátta­hat­urs hægri þjóð­ern­is­hyggju.

Þá höfum við séð fréttir af því nýlega hvernig 6 ára barn drukkn­aði við strönd Les­bos eftir að gríski her­inn og land­helg­is­gæslan reyndu ítrekað að velta bát flótta­fólks­ins á hlið­ina og 22 ára Sýr­lend­ingur var skot­inn til bana við kom­una til lands­ins. Það ríkir því sann­ar­lega stríðs­á­stand í kringum grísku flótta­manna­búð­irnar núna og aðstæður á engan hátt boð­legar börn­um. Þá er ástandið í heim­inum hvað varðar kór­óna­veiruna ekki farið að lita fréttir þaðan enn og er senni­lega bara tíma­spurs­mál hvenær sá skellur verð­ur.

Sið­ferð­is­skortur yfir­valda

Bæði Rauði krossinn, UNICEF og aðrar hjálp­ar­stofn­anir hafa mót­mælt aðgerðum Íslenska rík­is­ins og aðferðum þess við mála­rekstur barna­fólks á flótta og hefur almenn­ingur fundið sig ítrekað knú­inn til að mæta til mót­mæla í hörku­frosti eða þurft að skrifa undir und­ir­skrifta­lista til að mót­mæla end­ur­send­ingum barna­fjöl­skyldna til Grikk­lands. Yfir­völd starfa ekki í anda þeirra laga og sið­ferðis sem við höfum sam­ein­ast um sem sam­fé­lag svo sem Barna­sátt­mála sam­ein­uðu þjóð­anna og ann­ara alþjóð­legra skuld­bind­inga auk þess að meta ekki við­kvæma stöðu ein­stak­linga út frá ráð­legg­ingum Sam­tak­anna 78 og ann­ara fag­að­ila sem koma að málum þess­ara til­teknu barna.

Þá er aug­ljóst að vilji almenn­ings og yfir­valda í útfærslu Útlend­inga­stofn­unar til að sýna mannúð í verki stang­ast algjör­lega á og er það ólíð­andi. Útlend­inga­stofnun birt­ist almenn­ingi sem ein­hvers­konar ómennsk og jafn­vel fasísk mask­ína sem hefur yfir að ráða sinni eigin lög­reglu­her­deild til að vinna fyrir sig skít­verkin því hvað annað er hægt að kalla þær ómann­eskju­legu fram­kvæmdir sem nú standa fyrir dyr­um. Ef ekk­ert er að gert mun fas­ism­inn og kyn­þátta­for­dóm­arnir sem honum fylgir verða smám saman normaliseraðir í sam­fé­lagi sem hingað til hefur verið nokkuð vel mein­andi og víð­sýnt.

Barna­sátt­mál­inn hafður að háði og spotti

Þýsk stjórn­völd héldu neyð­ar­fund nú á dög­unum í við­leitni sinni til að sækja 1500 flótta­börn til Grikk­lands og veita þeim land­vist­ar­leyfi og skora þau á stjórn­völd ann­ara vel­meg­andi Evr­ópu­landa að gera slíkt hið sama enda geti þær ekki horft upp á börn deyja við landa­mæri sín án þess að rétta þeim hjálp­ar­hönd, það stríði algjör­lega gegn þeirri sið­ferð­is­kennd sem þau hafi sett sér.

Á sama tíma og Þjóð­verjar hvetja til mann­úð­ar­að­gerða og mót­töku fleiri flótta­manna lýgur útlend­inga­stofnun í fjöl­miðlum og kæru­nefnd útlend­inga­mála synjar börnum á flótta um að tjá sig sér­stak­lega, ruglar í sál­ar­lífi þeirra með því að gefa þeim mis­vísandi skila­boð um veru sína hér og barna­sátt­mál­inn og rétt­ar­farið er bein­línis haft að háði og spotti.

Erum við stað­föst og vilj­ug?

Við sem þjóð vorum ekki spurð þegar þáver­andi ráð­herrar settu landið okkar á lista hinna stað­föstu vilj­ugu þjóða árið 2003 og gerði okkur þar með með­sek í inn­rásinni í Írak sem bætti heldur betur glóðum á bál stríð­andi fylk­inga fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs. Þau stríðs­á­tök hafa logað stöðugt síðan og við höfum illa nýtt tæki­færin til að axla ábyrgð á hlut okkar í þeim hörm­ung­um. Það þarf að breyt­ast strax og ber okkur að setja okkur mark­mið í mál­efnum flótta­fólks sem stand­ast okkar sið­ferð­is­kennd og sjálfs­myndar sem frið­elsk­andi og her­laus þjóð.

Ég skora á stjórn­völd og þær konur sem nú standa í for­svari mála­flokks­ins á Íslandi í dag þær Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra að stöðva mann­fjand­sam­legar ákvarð­anir Útlend­inga­stofn­unar og standa við þá sátt­mála sem við höfum sam­þykkt að vinna eft­ir. Ég skora á sömu stjórn­völd að vernda börn á flótta sem hingað leita og hlusta á ráð­legg­ingar hjálp­ar­stofn­ana og félaga sem starfa í anda mann­úðar og rétt­læt­is, taka umsóknir til raun­veru­legrar efn­is­skoð­unar auk þess að fram­fylgja aug­ljósum vilja almenn­ings og vera stað­föst og viljug til að vernda börn sem hingað leita.

End­ur­send­ingar barna og fólks í við­kvæmri stöðu aftur til Grikk­lands eru klár­lega ekki fram­kvæmdar í mínu nafni!

Höf­undur er mynd­list­ar­mað­ur­/­kenn­ari, örorku­líf­eyr­is­þegi og aðgerð­ar­sinni.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram