Reglugerðspjall

Reglur fyrir Facebook-spjall Sósíalistaflokksins

📘 Reglugerð um Sósíalistaspjallið og Spjallráð

  1. Grein: Inngangur og markmið

1.1. Reglugerð þessi gildir um umræðuhóp Sósíalistaflokks Íslands á samfélagsmiðlum, hér eftir nefndur Sósíalistaspjallið.

1.2. Hópurinn er hluti af innra starfi flokksins. Markmið hans er að vera vettvangur fyrir skráða félaga til að rækta málefnalegt samtal, efla samstöðu og skipuleggja baráttu sósíalista gilda.

  1. Grein: Spjallráð – Skipan og valdsvið

2.1. Hópnum er ritstýrt af fimm manna Spjallráði sem stjórnir flokksins (framkvæmdastjórn) skipar árlega.

2.2. Spjallráð ber ábyrgð á að framfylgja reglum hópsins, miðla upplýsingum og tryggja að umræðan þjóni markmiðum hans.

2.3. Valdsvið: Spjallráð hefur fullt og sjálfstætt vald til að framfylgja reglum þessum, þar með talið að veita áminningar og vísa meðlimum úr hópnum, tímabundið eða varanlega.

2.4. Ákvarðanataka: Spjallráð getur byggt ákvarðanir sínar á eigin athugunum eða ábendingum frá félagsmönnum, framkvæmdastjórn eða félagsstjórn. Sérstök áhersla er lögð á að bregðast við hegðun sem grefur markvisst undan starfi flokksins. Slík hegðun getur meðal annars falist í:

* Að gegna trúnaðarstörfum fyrir eða vera í virku starfi fyrir annan stjórnmálaflokk.

* Að stunda vísvitandi niðurrifsstarfsemi.

* Að miðla trúnaðarupplýsingum úr hópnum með skjáskotum eða öðrum leiðum.

  1. Grein: Reglur um þátttöku og umræðu

3.1. Aðild og auðkenni

* Aðeins skráðir meðlimir Sósíalistaflokks Íslands hafa aðgang að hópnum. Meðlimir sem hætta í flokknum hætta í Sósíalistaspjallinu sömuleiðis.

* Meðlimir skulu koma fram undir eigin nafni. Falskir eða ópersónugreinanlegir reikningar sem ekki gefa skýrt til kynna hver viðkomandi er, eru óheimilir.

3.2. Trúnaður

* Það sem fram fer í hópnum er trúnaðarmál. Óheimilt er að dreifa skjáskotum eða afrita umræður úr hópnum til birtingar annars staðar.

*Meðlimum er bent á að gæta ávallt orða sinna, þar sem upplýsingar geta þrátt fyrir allt ratað út fyrir hópinn.

3.3. Samskipti og virðing

* Allar umræður fara fram af virðingu og kurteisi. Ítrekuð niðrandi orðræða, kynþáttafordómar og hinseginfóbía eru ekki liðin.

* Við berum öll sameiginlega ábyrgð á umræðunni. Beitum okkur fyrir því að vera hluti af uppbyggilegum vettvangi og menningu.

3.4. Viðeigandi efni

* Umræður munu tengjast stjórnmálum, stefnumálum, samfélagsmálum, starfi flokksins og baráttu alþýðunnar fyrir reisn og réttlæti.

* Ruslpóstar, auglýsingar, æsifréttir, samsæriskenningar, upplýsingaóreiða og annað óviðkomandi efni verður fjarlægt.

 

3.5. Heilindi og hollusta

* Samtöl okkar byggjast á ábyrgð, heiðarleika og gagnkvæmri virðingu og trausti.

*Virk þátttaka í hópnum telst ósamrýmanleg því að vinna gegn markmiðum Sósíalistaflokksins, hvort sem er innan hópsins eða utan hans.

*Slíkt getur leitt til tafarlausrar brottvísunar.

  1. Grein: Viðurlög og málsmeðferð

4.1. Brot gegn reglum þessum geta varðað viðurlögum. Spjallráð metur hvert tilfelli fyrir sig.

4.2. Viðurlög geta verið:

* Einkaskilaboð/áminning: Vegna minniháttar brota eða í fyrsta brots.

* Tímabundin brottvísun: Vegna endurtekinna eða alvarlegri brota. Lengd útilokunar (t.d. 7 til 30 dagar) er í höndum Spjallráðs.

* Varanleg brottvísun: Vegna alvarlegra eða ítrekaðra brota, sérstaklega þeirra sem falla undir greinar 2.4 og 3.5, svo sem skemmdarverkastarfsemi, njósnir eða virk vinna fyrir aðra stjórnmálaflokka.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram