Við viljum hreyfinguna okkar aftur!

Tilkynning Frétt

Útifundur verður á Austurvelli 1. maí klukkan 14:15 undir yfirskriftinni:

Við viljum samfélagið okkar aftur!
Við viljum hreyfinguna okkar aftur!

Óformlegur hópur fólks stendur fyrir fundinum, Endurreisn verkalýðshreyfingunnar. Á síðu facebook-hópsins stendur: Öll grunnkerfi samfélagsins hafa verið sveigð að hagsmunum hinna auðugu og sterku. Við viljum að samfélagið sé lagað að hagsmunum fjöldans og fólki tryggð mannsæmandi kjör, öryggi og réttindi.

Dagskrá útifundarins er kynnt svona á facebook-síðu hópsins:

Við viljum samfélagið okkar aftur! Við viljum hreyfinguna okkar aftur!

Stöðvum sjálftöku hinna ríku og byggjum upp samfélag fyrir fjöldann! Endurheimtum verkalýðshreyfinga sem baráttutæki fyrir launafólk fyrir réttlátu samfélagi.

Ræðufólk:

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR
Sólveig Anna Jónsdóttir verkakona
Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins
Ásthildur Lóa Þórsdóttir kennari
Heiðveig María Einarsdóttir, fyrrverandi sjómaður
Gunnar Smári Egilsson blaðamaður

Fundarstjóri og söngvaskáld: KK

Allt baráttufólk fyrir réttlátu samfélagi hvatt til að mæta og sýna kröfunum samstöðu.

Hér má sjá Facebook-viðburð fundarins.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram