Þátttökulýðræði í framkvæmd: Kynningarfundur Sósíalistaflokks Íslands um notkun slembivals í málefnastarfi

Tilkynning Frétt

Sósíalistaflokkur Íslands býður meðlimi velkomna á félagsfund í Dósaverksmiðjunni (The Tin Can Factory) að Borgartúni 1 fimmtudagskvöldið 13. júlí klukkan 20:00. Tilgangur fundarins er að kynna félagsmönnum fyrirkomulag stefnumótunarstarfs flokksins í fjórum mikilvægum málaflokkum. Starfið mun fara fram undir stjórn félagsmanna sem kallaðir eru til með slembivali. Fjórir hópar munu skila fullunnum stefnudrögum fyrir Sósíalistaþing í haust. Lesa má tilkynningu um stefnumótunarvinnuna  hér.

Á fundinum verður haldin stutt kynning á ástæðum þess að bráðabirgðastjórn flokksins kaus að fara þessa leið við stefnumótun, og að því búnu verður boðið upp á fyrirspurnir og umræður.

Kaffiveitingar verða til sölu á hóflegu verði. Miðað er við að gestir hafi yfirgefið salinn fyrir klukkan 22:00. Gott aðgengi er fyrir hjólastóla í húsnæðinu.

Um leið skal minnt á fjöldapóst sem sendur var til félagsmanna í þessari viku um félagaskrá. Rétt og uppfærð skráning í flokkinn er ein forsenda þess að slembivalið gangi vel. Láttu okkur vita ef þú fékkst ekki skeytið eða þarft leiðbeiningar! Tölvupóstur: sosialistaflokkurinn@sosialistaflokkurinn.is

Staður: Dósaverksmiðjan (The Tin Can Factory), Borgartúni 1, 105 Reykjavík
Tími: fimmtudagur 13. júlí, 2017 kl. 20:00-22:00

Sósíalistaflokkur Íslands

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram