Námsmannahreyfing Sósíalista – Stofnfundur

Ritstjórn Frétt

Námsmenn eru stór og fjölbreyttur hópur sem á sér engan sameiginlegan talsmann eða málsvara. Það er löngu kominn tími til að breyta því, enda er nám uppistöðuatriði í góðu samfélagi og ætti að vera öllum raunverulega aðgengilegt.

Námsmannahreyfingu Sósíalista er ætlað að vera hreyfiafl í réttindum námsmanna með áherslu á að tryggja aðgengi allra að námi óháð fjárhag, stétt, uppruna eða öðrum aðstæðum sem gjarnan hindra fólk í að sækja og stunda nám.

Við viljum heyra í öllum þeim sem eru í námi, hafa verið í námi eða vilja vera í námi. Markmðið er að skapa hreyfingu sem vekur athygli á þeirri kerfislægu misskiptingu sem orðið hefur í kerfinu, þrátt fyrir þá þrálátu mýtu að á Íslandi sé nám öllum aðgengilegt.

Námsfólk (fyrrverandi, núverandi og tilvonandi) á öllum skólastigum og í alls konar námi velkomið!

Dagskrá:

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi, mannfræðingur og fyrrum námsmaður opnar samræðurnar með sinni reynslusögu af námslánum og húsnæðismálum námsmanna.

Opinn míkrafónn fyrir þá sem vilja deila sínum sögum/hugleiðingum.

Að því loknu stendur gestum til boða að detta í óformlegra spjall undir léttri kaffihúsastemmningu. DJ Laufey mun sjá um að spila alls konar byltingartónlist til kl. 22 og í boði verða léttar (óáfengar) veitingar og góður félagsskapur.

Látum rödd okkar heyrast!

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram