Sósíalistakaffi 27. feb: Vér mótmælum öll

Ritstjórn Frétt

Hverju eigum við að mótmæla og hvernig? Hvert er hlutverk sósíalista í mótmælum og öðrum aðgerðum þar sem hin kúguðu rísa upp og krefjast úrbóta?

Allt áhugafólk um mótmæli og réttlátt samfélag er hvatt til að koma og taka þátt í samtalinu, gefa sig fram til starfa og undirbúnings fyrir mótmæli næstu vikna. Fulltrúar frá ýmsum grasrótarhópum deila reynslu sinni af mótmælum; Gulu vestin, Jæja, Endurreisn verkalýðshreyfingarinnar, Skiltakarlarnir, Aðgerðarhópur háttvirtra öryrkja og aldraðra o.s.frv.

Farið verður yfir hádegismótmæli síðustu vikna og fleiri slík skipulögð, Hungurgangan í mars undirbúin, Útifundur 8. mars þegar láglaunakonur leggja niður vinnu og margt fleira.
 
Samtalið hefst klukkan 20 í Dósaverksmiðjunni, Borgartúni 1., húsið opnar kl. 19:30. Kaffi, te, vöfflur, pólitík og baráttuandi.

Viðburðurinn á Facebook: Sósíalistakaffi: Vér mótmælum öll

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram