Áreikningur Sósíalistaflokksins: Ódýr kosningabarátta

Ritstjórn Frétt

Samkvæmt ársreikningi Sósíalistaflokksins voru tekjur flokksins í fyrra rúmar 6,2 m.kr. en útgjöld tæpar 3,6 m.kr. Um 2,6 m.kr. afgangur varð því að rekstri flokksins. Árið 2018 var fyrsta heila starfsár flokksins, en hann var stofnaður 1. maí 2017. Það ár voru tekjurnar rúmar 2,1 m.kr. óg útgjöldin tæplega 2,0 m.kr og afgangur um 150 þús. kr.

Tekjur flokksins í fyrra voru tæplega 2,8 m.kr. í félagsgjöld og um 2,3 m.kr. í aðra styrkir frá einstaklingum, meðal annars frjáls framlög á fundum flokksins. Í tengslum við kosningar til borgarstjórnar fékk flokkurinn framlag frá einum lögaðila, sjálfstætt starfandi meindýraeyði. Síðan fékk Sósíalistaflokkurinn styrk úr borgarsjóði upp á rétt rúmar 900 þús. kr.

Ákveðið var á félagsfundi að nota þann styrk til að stofna Maístjörnuna, styrktarsjóð til sem styður hin verr settu í að byggja upp og reka hagsmunabaráttu sína í skipulögðum hópum, félögum og samtökum. Auk framlag til Sósíalistaflokksins var leitað eftir framlögum frá einstaklingum í maístjörnuna. Í árslok 2018 voru því um 1.470 þús. kr. í Maístjörnunni. Maístjarnan hefur stutt baráttu Leigjendasamtakanna, Félags leigjenda hjá Félagsbústöðum, mótmælaaðgerðir flóttafólks og hælisleitenda og önnur mótmæli.

Útgjöld Sósíalistaflokksins á árinu 2018 tengdust kosningum til sveitastjórnar, en flokkurinn bauð fram í Reykjavík og Kópavogi og starfi málefnahópa og annars innra starfs flokksins. Samanlagt var þessi kostnaður um 3,6 m.kr. Af því rann rúm 1,0 m.kr. í málefnahópanna, en í tengslum við málefnastarfið eru haldnar ráðstefnur og margir fundir slembivalinna félagsmanna. Kostnaður við innheimtu félagsgjalda og annar bankakostnaður var tæplega 0,5 m.kr. Annar kostnaður var um 2,1 m.kr. og má rekja um 2,0 m.kr. til kosninganna, og skiptist sá kostnaður í fundi og auglýsingar, mest í útvarpi og á samskiptamiðlum. Sósíalistaflokkurinn rak kosningabaráttu sína mest á sjálfboðaliðum og virkni almennra félaga. Enginn flokksfélagi er á launum hjá flokknum eða hefur fengið greitt fyrir vinnuframlag.

Í árslok var handbært fé Sósíalistaflokksins rúmlega 1,1 m.kr.

Á Sósíalistaþingi 2019 verður lagt til að félagsgjöld verði óbreytt frá fyrra ári eða 5 þús. kr. Félagsgjöldin eru valkvæð og greiðir rúmlega 1/3 félagsmanna þau. Eins og sjá má af þessu yfirliti yfir rekstur flokksins standa félagsgjöldin og stuðningur félagsmanna í gegnum fastar stuðningsgreiðslur undir reglulegum rekstri, það er fyrir utan kosningar og slík átaksverkefni.

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram