Í Danmörku höfum við ríkisrasisma

Ritstjórn Frétt

Þakkarræða Jonas Eika, við afhendingu bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019:

„Ég stend hér fullur af þakklæti og auðmýkt gagnvart þeim sem ég deili lífinu með, þeim sem veita mér innblástur, þeim sem ég hugsa saman með, þeim sem ég stunda pólitík og bókmenntir saman með, þeim sem ég stunda róttæka baráttu saman með. Bókin sem hér er verið að verðlauna, á þeim einnig tilvist sína að þakka. Vegna manneskja sem nota ekki krafta sína til að þjóna ríkjandi skipulagi, eða taka á móti vel launuðum stöðum í því, vegna þess að þær trúa og vonast eftir annars konar skipulagi. Menningu sem einkennist ekki af valdatengslum feðraveldisins, heldur samstöðu sem krefst ekki rasískrar útilokunar, stéttlaust samfélag án valds þar sem kraftar sköpunarinnar og ástarinnar þjóna ekki ríkinu og dauðamaskínu kapítalismans, heldur þjónar okkur öllum og lífinu, í öllum sínum myndum, mannlegu sem og ekki mannlegu.

Ég trúi því að í bókmenntum er að finna draum um tungumál hvers merking krefst ekki gleymsku.

Tungumál sem stendur jafnfætis með heiminum, í allri sinni kúgun og örvæntingu, en er á sama tíma opið fyrir hinu óræða, ófyriséða, sem er að finna alls staðar, og þaðan sem nýtt skipulag getur komið.

Vinna Norðurlandaráðs við að þýða og kynna bækur frá bæði stórum og litlum málsamfélögum leggur e.t.v. sitt af mörkum. En við skulum ekki gleyma því að Norðurlandaráð er einnig stofnun, hluti af samstarfi einhverra ríkustu þjóða í heiminum.

Ég trúi því að hin rasíska þjóðernishyggja, sem hvílir fyrst og fremst á múslímahatri, sem vindur fram í norrænu ríkjum nútímans, byggist á hvítleika, á hugmynd um óskoraðan rétt hins hvíta meirihluta til velferðar og öryggis. Og ég sé hvítleika sem arf nýlendustefnu fortíðarinnar, sem einnig þræðir sig í gegnum Norðrið, og sem engin þeirra ríkja sem bera þar mesta ábyrgð hafa sýnt nokkurn vilja til að horfast í augu við.

Þvert á móti. Mörg þeirra vilja öllu heldur nýta sér hann.

Ég tala til forsætisráðherra Danmerkur (sem situr hér í salnum).

Mette Frederiksen, sem er leiðtogi Sósíaldemókrata, og komst til valda með að taka yfir rasíska málflutning og pólitík forvera sinna og gera að sínu.

Metta Frederiksen, sem kallar sig forsætisráðherra barnanna, en ber ábyrgð á útlendingapólitík sem sundrar fjölskyldum, gerir þær fátækar og dæmir bæði börn og fullorðna í niðurbrjótandi vist í svokölluðum “Udrejsecenter” landsins. Lokum Sjælsmark, lokim Kærshovedgård, lokum Ellebæk, afnemum allt þetta kerfi.

Mette Frederiksen sósíaldemókrati sem segist berjast fyrir velferð og ódýrum íbúðum en innleiðir stórfelldar árásir á félagsíbúðir. Mette Frederiksen og sósíaldemókratar sem segja   að „Í Danmörku eru allir jafnir“ en standa svo fyrir gettólögum sem mismuna borgurum beinlínis eftir stétt og stöðu. Í Danmörku er rasisminn bæði menningarlegur og lagalegur, í Danmörku höfum við ríkisrasisma.

En ég tala einnig til hinna norrænu ráðherrana.

Í ykkar löndum eru hælisleitendur og flóttafólk einnig fangelsað. Og þar er það einnig niðurbrotið, verður veikt, sumir taka sitt eigið líf. Í löndum ykkar allra er fólk brottvíst til stórhættulegra staða, eða þar sem það hefur enga framtíð.

Og lönd ykkar eru með í að fjármagna hervæðingu landamæra Evrópusambandsins, ferli sem kostar þúsundir flóttafólks lífið, en er á sama tíma góður bisness fyrir öryggis- og vopnafyrirtækin, þ.á m. mörg norræn fyrirtæki.

En fyrst og fremst tala ég til allra og þeirra sem vilja eitthvað annað.

Sama hversu mikil forréttindi við höfum, eða erum kúguð af þessu samfélagi – og mörg okkar eru bæði – þá eigum við það sameiginlegt að hafa ekki valið þetta. Ekkert okkar valdi að búa í kúgandi samfélagi. Það hefur því enga kröfu á hliðhollustu okkar. En það krefst hins vegar einhvers af okkur að segja skilið við það.

Sérstaklega í þeim aðstæðum, þegar um er að ræða þau okkar sem búa við forréttindi, krefst það meðvitund um kúgunina og baráttuna, sem margra ára pólitík nýfrjálshyggju og þjóðernishyggju hefur reynt að gera okkur blind og skeytingarlaus gagnvart. Ef við höfum yfir auka fjármagni eða öðru að ráða, þá krefst það þess að nýtum það í nafni samstöðu.

Og fyrir okkur öll, krefst það að ég tel, að við rífum niður hið afmarkaða og einsleita sjálf, sem ríkið og kapítal hefur gert okkur að, og lærum að vinna saman á ný, þvert á og í krafti mismunar okkar. Það krefst þess að við finnum hvort annað.“

Jóhann Helgi Heiðdal þýddi

 

Byltingin verður ekki án þín!

Taktu þátt og dreifðu erindi sósíalisa sem víðast.

Deila á Facebook

Halda áfram